18.12.2014 | 13:06
Góðar fréttir fyrir Íslendinga, en eins og oft eru fleiri en ein ein hlið á málinu
Það er engin spurning að lækkkun olíuverðs eru góðar fréttir fyrir Íslendinga. Bensínverð lækkar, flutningskostnaður mun lækka, flugfargjöld munu lækka o.s.frv.
Sparnðurinn mun ekki verða hlutfallslega eins mikill hjá Íslendingum og mörgum öðrum þjóðum, þar sem olía og gas eru ekki eins mikilvægir orkugjafar á Íslandi og víða annars staðar.
En aukaáhrif olíulækkunar á Íslandi er lækkun verðbólgu og áhrif á verðtryggð lán landsmanna sem verða mörgum án efa gleðiefni.
Slæmu fréttirnar fyrir Íslendinga í þessari frétt eru vandræði Rússa og fall rúblunar sem setur sívaxandi markað fyrir Íslenskar sjávarafurðir í uppnám og svo aftur fall Norsku krónunnar sem eykur samkeppnishæfi Norsks sjávarútvegs verulega.
Hver heildaráhrifin verða er því erfiðara að segja til um, hvað þá að spá um inn í framtíðina.
Sparar á annan tug milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.