Baðhús ríkisins?

Það er rétt að taka það fram í upphafi að ég veit ekkert um hvers vegna Baðhús Lindu ákvað að loka í dag og hætta rekstri sínum.

Hvort það var vegna þess að húsnæðið var "hrátt",eða of margir iðnaðarmenn voru þar, eða þeir voru með of mikinn hávaða veit ég ekkert um.

Eða skyldi það vera vegna þess að jafnréttis var ekki gætt þar?

Baðahúsið var jú eingöngu fyrir konur ef ég hef skilið rétt.

Var það upphafið að falli þess?

Skyldi Baðhúsinu hafa gengið betur ef ef hið opinbera hefði sett lög um að að í það minnsta 40% af þeim sem greiddu meðlimagjald í líkamsræktarstöðvar/heilsulindir væru af öðru kyni en hin 60%?

Hefði það bjargað Baðhúsinu?

Eða hafði sú skylda að 40% stjórnarmeðlima Baðhússins væru karlar, slæm áhrif á ákvörðunatöku hlutafélagsins?

Persónulega hef ég ekki nokkra trú á því að þetta hafi skipt máli, en því skyldi það hafa hafa áhrif í öðrum hlutafélögum?

 


mbl.is Linda Pé lokar Baðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baðhúsið var bara fyrir konur afþví fjölda kvenna líður betur að stunda líkmansrækt fjarri athygli karlmanna. Það hefur ekkert með að gera að "gæta jafnréttis". Einkafyrirtæki hafa fullan rétt á að veita ákveðnum hópum þjónustu frekar en öðrum, og í raun ríkisfyrirtæki líka. Hitt húsið er til dæmis bara fyrir unglinga, afþví þeim líður bara betur þar heldur en ef húsið væri pakkfullt af fullorðnu fólki. Alls kyns starfsemi er líka  bara í boði fyrir eldri borgara. Allt er þetta besta mál. Baðhúsið var risavaxinn saumaklúbbur sem þurfti að borga fyrir aðgang að, og veitti góða þjónustu við að koma heilsunni í lag, fyrir þær konur sem á því þurftu að halda. Þar á meðal voru líka erlendar konur frá löndum og menningarheimum sem leyfa ekki konum að sækja slíka þjónustu séu karlmenn viðstaddir, og gott mál að þessum minnihlutahópum sé líka veitt þjónusta við að halda heilsu og starfskröftum. 

Jón (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 19:47

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er alveg sammála þér Jón.  En því þarf þá ríkið/hið opinbera að skipta sér af því hvort að stjórnir hlutafélagag í einkaeigu séu skipaðar körlum, konumm, eða hæfilegri blöndu?

Er það ekki óþarfa afskiptsemi, rétt eins og af viðskiptavinunum?

G. Tómas Gunnarsson, 10.12.2014 kl. 20:35

3 identicon

Það kannski styttist í að helgustu vé falli, Frímúrara og Oddfellow reglurnar verði að setja tiltekið hlutfall kvenna í stjórnir reglnanna.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband