Fullur sómi

Mér sýnist af þessari frétt, að fullur sómi hafi verið af þessari samkomu, bæði fyrir Sjallann og Stuðmenn, sem og alla aðra sem að henni komu og lögðu fram krafta sína.

Eini mínusinn, fyir mig persónulega, er að hafa ekki verið þar :-)

En það getur í kosmísku samhengi, ekki talist stór, ef nokkur galli á samkomunni.

En mikið væri ég til í að lesa allan bálkinn sem Valgeir flutti til Sjallans.  Og ekki væri verra, ef einhver hefði tekið upp þegar þeir fluttu hann með sínu eðalborna undirspili.

En það er ef til vill til of mikils mælst og óþarfa bjartsýni.

 

 


mbl.is Sjallinn lifir áfram í Akureyrarhjörtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tommi. Sá um daginn að þig langaði í meira. Ég birti braginn í heild í Sunnudagsblaði Moggans. Njóttu:

Endar dansinn enn á ný

undir ljósum björtum.

Sjallinn lifir áfram í

Akureyrarhjörtum.

 

 

Háum sjálfstæðis í sal,

í sjúkum diskógalla,

meyja norðlensk mörg við hal,

málgaði í Sjalla.

 

 

Hávært bíp frá Bítlaslóð

brýndi Jón og Kalla,

drengur ófár dansgólf tróð

með dömu sinni í Sjalla.

 

 

Synir Eydals sungu óð,

um síðkvöld heyrðust tralla,

þeir Villi og Valdi ástarljóð,

svo vældi fólk í Sjalla.

 

 

Helena með styrkan stokk

stóð á fjölum Sjalla,

nú ólmur brugðinn er á brokk

bragfákurinn Valla.

Skapti Hallgrímsson (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 11:52

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka þér kærlega fyrir þetta Skapti.  Þetta er góður kveðskapur sem ég mun geyma.

Bestur þakkir og kveðjur Norður.

G. Tómas Gunnarsson, 7.12.2014 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband