30.11.2014 | 18:36
Hefur augljóslega sitthvað lært af Rússum
Þó að Þjóðfylkingin og ég eigum það sameiginlegt að vera ekki hrifin af Evrópusambandinu, þá liggja leiðir okkar ekki saman mikið víðar. Nema ef til vill að skoðanir okkar á ákveðnu dugleysi margra Franskra stjórnmálamanna séu keimlíkar.
Það verður þó ekki af Marine tekið, að hún hefur leitt flokkinn á betri brautir en áður var, og verður að teljast föðurbetrungur.
Eitt af því sem mér hefur þótt sértaklega miður hjá Þjóðfylkingunni er "daður" hennar við Putin og Rússa, sem á sér ef til vill ekki síst rætur í aðdáun margra Frakka á hinum "sterka stjórnanda", þrátt fyrir hina sögulegu Frönsku byltingu.
Frakkar eru reyndar ekki óvanir því að stjórnmálaflokkar "dansi" á "Moskvulínunni", enda þótti Franski Kommúnistaflokkurinn t.d. með eindæmum "hollur" og naut þó verulegs fylgis.
Að mörgu leyti sækir Þjóðfylkingin fylgi sitt að hluta til á ekki ósvipuð mið.
En eitt virðist Marine Le Pen þó hafa lært af Rússum, svo ekki sé vafi á. Það að skipuleggja kosningar.
Fékk öll atkvæðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.