29.11.2014 | 14:49
Endir Sjallatímabilsins
Það er allt breytingum undirorpið eins og sagt er, en saga Sjallans og Akureyrar hefur verið samofin í ríflega 50 ár.
Ég get ekki neitað því að ég væri meira en tilbúinn til þess að vera í Sjallanum í kvöld.
Bara að vera í Sjallanum væri í sjálfu sér nóg, og staldra við á barnum, en að vera í Sjallanum þegar Stuðmenn eru að spila er allt annað og mikið meira.
Þetta er nokkuð sem ég myndi ekki missa af, ef ég væri nálægt Akureyri.
En nú fer "Sjallatímabilinu" að ljúka (lauk í sjálfu sér fyrir all löngu hjá mér persónulega), en allt fram streymir endalaust, eins og segir einhversstaðar.
Og alltaf er það eitthvað sem tekur við.
Mætir með Helenustokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.