28.11.2014 | 09:04
Eistlendingar styrkja varnir sínar
Tilkynnt hefur verið um stærstu einstöku hergagnakaup Eistlendinga frá upphafi. Keypt verða 44. brynvarinn og vopnuð farartæki af Hollendingum.
Þó að farartækin séu keypt af Hollendingum, eru þau Sænskrar gerðar, CV90, eða mismunandi útgáfur af "Combat Vehicle 90".
CV 90 eru notuð af herjum, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands, Hollands og Sviss.
Það er líklegt að við eigum eftir að sjá fleiri fréttir af svipuðum toga á næstu misserum og árum. Ríkin í A-Evrópu óttast vaxandi yfirgang Rússa og munu kappkosta að styrkja varnir sínar.
Líklegt verður að telja að vígbúnaður aukist umtalsvert.
Ríkin eru vissulega mörg hver efnahagslega vanbúin til slíkra útgjalda, en líklegt verður að teljast að þú muni samt sem áður finna sig tilneydd til að auka útgöld til varnarmála.
Áhrifin af innlimun Rússa á Krím héraði og innrás þeirra í Ukraínu munu því verða víðtæk og gæta um á ótal sviðum.
Frétt Eistneska Ríkisútvarpsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.