11.11.2014 | 15:10
Ríki lífeyrissjóðanna
Staða Íslensku lífeyrissjóðanna á fjármálamarkaði er gríðarlega sterk. Líklega of sterk að margra mati.
Bæði eiga þeir of stóran hluta af Íslensku Kauphöllinni, og svo er Íslenska Kauphöllin orðin of stór hluti af eigum þeirra. Þannig gerist þetta undir fjármagnshöftum.
En hluti þeirra í af Íslenskum fyrirtækjum og í einstökum fyrirtækjum er líka orðinn það stór að lífeyrissjóðir geta ekki verið "þögulir fjárfestar".
Lífeyrissjóðir verða að taka fulla ábyrgð á gjörðum og rekstri fyrirtækjanna, þar með talinni launastefnu.
Svo má líka velta upp þeirri spurningu hvort að lífeyrissjóðir geti talist tengdir aðilar með ráðandi stöðu á markaði?
Lífeyrissjóðirnir með 43% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Lífeyrissjóðir geta ekki verið annað en "þögulir fjárfestar" þegar þeir eiga í fyrirtækjum á sama markaði. Þeir geta ekki tekið ábyrgð á gjörðum og rekstri fyrirtækjanna nema takmarka sig við eitt fyrirtæki í hverjum flokki. Það væri til dæmis ekki vel séð að þeir væru með puttana í rekstri WOW ef þeir væru stórir hluthafar í Icelandair. Þá kæmu fram ásakanir um að þeir væru að skaða eitt fyrirtæki og snuða hluthafa þess til að græða meira á öðru fyrirtæki. Og færi WOW á hausinn mundu hluthafar þess mögulega geta sótt bætur til lífeyrissjóðanna.
Skjóttur (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 17:39
@Skjóttur Þú hefur mikið til þíns máls og ég er í raun sammála því sem þú segir. En málið vandast hins vegar þeir eru orðnir eins stórir á hlutabréfamarkaði og raun ber vitni.
Þá kemur upp sú staða að eigandi til þess að gera lítils hluta hlutafés, getur stjórnað félaginu í skjóli stórrar, eða jafnvel meirihlutaeigu lífeyrissjóða.
Það getur heldur ekki talist æskileg eða góð staða.
G. Tómas Gunnarsson, 12.11.2014 kl. 05:40
Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair, yfir 50%. Hvort þeir eigi hlut í Wow, þekki ég ekki.
Hitt er ljóst að svo stórir sem sjóðirninr eru í fyrirtækjum landsins, er fjarri því að geta talist eðlilegt. Þeir geta því ekki verið þögulir hluthafar, það gengur einfaldlega ekki upp. Ef um hagsmunaárekstra er að ræða, á að leysa þá á þann hátt að gera sjóðunum skylt að halda sig við samkeppnislög og fjárfesta ekki í sambærilegum félögum.
Það er í raun stórkostlegt að lesa hluthafaskrár þeirra fyrirtækja sem á almennum markaði eru. Sömu sjóðirnir koma þar fyrir aftur og aftur, sumir eiga hlut í nánast öllum fyrirtækjum á markaði, bæði beint og óbeint. Þetta er ekkert annað en hringamyndanir, svona eins og svo þekkt var fyrir hrun.
Enda kemur ekki á óvart, þegar menn gagnrýna sjóðina og eigendatengsl þeirra, heyrast oft sömu rök gegn gagnrýninni og heyrðust svo oft frá útrásarguttunum, fyrir hrun.
Gunnar Heiðarsson, 12.11.2014 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.