"Sambandið"; Juncker og skattasiðferðið

Eðlilega hefur mikið verið fjallað um uppljóstranir um hagstæða skattasamninga sem yfirvöld í Luxemborg hafa gert við mörg fjölþjóðleg fyrirtæki. Margir búast við að aðeins toppurinn af ísjakanum sé sjáanlegur.

Heldur er farið að hitna undir forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean Claude Juncker, en hann var einmitt forsætisráðherra Luxemborgar, stóran hluta þess tíma sem uppljóstranirnar ná til.

Ýmsir hafa einnig rifjað upp ræðu sem hann hélt í Brussel í júlí síðastliðnum, en þar mun hann hafa lofað m.a.:

“fight tax evasion and tax dumping… We will try to put some morality, some ethics, into the European tax landscape.”

Í viðtali við Þýska sjónvarpsstöð lét hann hafa eftir sér:
 
“No one has ever been able to make a convincing and thorough case to me that Luxembourg is a tax haven. Luxembourg employs tax rules that are in full accordance with European law.”
 
 
Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess að Luxemborg hafi brotið nein lög, þar fer Juncker með rétt mál.  En að halda því fram að Luxemborg sé ekki skattaskjól, er ég ekki viss um að margir séu tilbúnir að skrifa undir nú.  Og hvað siðferðið varðar er best að hafa sem fæst orð.
 
En ef til vill þarf þetta ekki að koma á óvart, komandi frá stjórnmálamanni, sem frægasta "kvót" er:  "when it becomes serious, you have to lie".
 
P.S. Inndregnu tilvitnanirnar eru fengnar frá Business Insider.
 
 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Reyndar segja nýjustu fréttir að vafi leiki á um hvort þessir skattafslættir sem gefnir voru til stórfyrirtækja í Lúxumborg, í stjórnatíð Juncker, standist lög ESB.

Gunnar Heiðarsson, 11.11.2014 kl. 08:38

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alltaf vafi í stórum málum sem þessum.  En ég hef þó aðallega heyrt talað um að "Sambandið" gæti hankað Luxemborg á því að um óeðlilega ríkisaðstoð væri að ræða, sem viðkomandi fyrirtæki þyrtu þá að endurgreiða.

G. Tómas Gunnarsson, 11.11.2014 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband