11.11.2014 | 07:52
"Sambandið"; Juncker og skattasiðferðið
Eðlilega hefur mikið verið fjallað um uppljóstranir um hagstæða skattasamninga sem yfirvöld í Luxemborg hafa gert við mörg fjölþjóðleg fyrirtæki. Margir búast við að aðeins toppurinn af ísjakanum sé sjáanlegur.
Heldur er farið að hitna undir forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean Claude Juncker, en hann var einmitt forsætisráðherra Luxemborgar, stóran hluta þess tíma sem uppljóstranirnar ná til.
Ýmsir hafa einnig rifjað upp ræðu sem hann hélt í Brussel í júlí síðastliðnum, en þar mun hann hafa lofað m.a.:
fight tax evasion and tax dumping We will try to put some morality, some ethics, into the European tax landscape.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Reyndar segja nýjustu fréttir að vafi leiki á um hvort þessir skattafslættir sem gefnir voru til stórfyrirtækja í Lúxumborg, í stjórnatíð Juncker, standist lög ESB.
Gunnar Heiðarsson, 11.11.2014 kl. 08:38
Það er alltaf vafi í stórum málum sem þessum. En ég hef þó aðallega heyrt talað um að "Sambandið" gæti hankað Luxemborg á því að um óeðlilega ríkisaðstoð væri að ræða, sem viðkomandi fyrirtæki þyrtu þá að endurgreiða.
G. Tómas Gunnarsson, 11.11.2014 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.