Fjórðungur aldar án "Brjóstvarnar gegn fasisma"

Það er vert að fagna því að fjórðungur aldar skuli liðinn frá því að Berlínarmúrinn féll. Í ríflega 28 ár stóð hann og skipti Berlín og Þýskalandi í tvennt.

Enginn veit hvað margir létu lífið við að reyna að komast yfir eða undir hann. En talað er um allt að 1200 einstaklingar hafi týnt lífinu við múrinn (aðrar tölur og allt niður í 100 eru einnig nefndar).

Talið er að um og yfir 5000 flóttatilraunir hafi átt sér stað, en enginn veita þá sögu alla.

Ég held að segja megi að Berlínarmúrinn eigi sér enga hliðstæðu í sögunni, nema fangelsismúra.  Hann var ekki byggður til að halda neinum "úti", heldur til að hindra að nokkur íbúanna gæti farið.

Útskýringar A-Þýskra stjórnvalda voru þó í þá átt að múrinn væri "Brjóstvörn gegn fasisma". (Antifaschistischer Schutzwall, á Þýsku, en Enska heitið var -, Anti-Fascist Protection Rampart).

Það er vert að hafa það í huga, nú þegar talað er um að nýtt kalt stríð sé yfivofandi eða þegar hafið.  Svipað tungutak er nú þegar farið að heyrast. Allt er hægt að afsaka með "baráttunni gegn fasismanum".

En kalt stríð er líkast til hafið fyrir all löngu, þó að íbúum Ukraínu þyki það líklega full heitt.  Þeir hafa þegar tapað ríki sínu að hluta og verður að teljast líklegt að Ukraína eins og við höfum þekkt hana sem sjálfstætt ríki sé verði hér eftir aðeins fundin á spjöldum sögunnar.

Hvernig ný og breytt Ukraína mun líta út á eftir að koma í ljós, og ekki víst að hún verði til.

En það er rétt að óska Þjóðverjum og í raun heimsbyggðinni allri til hamingju með daginn, sem vissulega markaði djúp spor í söguna.

 


mbl.is Berlínarmúrinn á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband