8.11.2014 | 17:59
Þetta eru latte asnar Einar
Það er auðvitað með eindæmum að í 320.000 manna samfélagi skuli ekki hvert sveitarfélag hafa óskorað skipulagsvald innan marka sveitarfélagsins.
Það er auðvitað með eindæmum að eitthvað landsbyggðarhyski ætli að þvælast fyrir skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar.
Það er auðvitað hneyksli að ríkisvaldið skuli telja sig þess umbúið að taka taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg.
Rétt eins og það er auðvitað hneyksli að ríkisvaldið skuli vera að skipta sér af nýtingu fallvatna út á landi. Ættu ekki viðkomandi sveitarfélög að geta skipulagt á sínu landsvæði óáreitt? Eru virkjanir ekki fyrst og fremst skipulagsmál?
Er ekki nóg að umhverfisnefnd hvers sveitarfélags fjalli um skipulag innan sveitarfélagsins?
Og sumarhús og hótelbyggð á Þingvöllum, er það ekki skipulagsákvörðun Bláskógabyggðar?
Og ef koma upp hugmyndir um að byggja vatnsrennibraut út í Jökulsárlón, er það ekki einfaldlega ákvörðun viðkomandi skipulagsyfirvalda?
Eiga einhverjir "latte asnar" að vera að skipta sér af því hvernig skipulagt er út á landi?
Er ekki rétt að "landsbyggðarhyskið" ráði sínum eigin skipulagsmálum?
Væri það ekki í fullum rétti að segja við þá sem andmæltu, "þetta eru latte asnar, Einar".
Og svo er það kvótinn. Er ekki rétt að þau byggðarlög sem eiga land að fiskimiðunum ákveði hvernig honum er skipt?
Þurfa einhverjir lattelepjandi fiskifræðingar að koma að því?
Er ekki best að "hyskið" í hverjum landsfjórðungi ákveði það? Eða er rökréttara að miða við hvað langa strandlengju hvert kjördæmi á að viðkomandi fiskimiðum?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Grín og glens | Facebook
Athugasemdir
Þetta þurfti að segja svona. Þakka þér fyrir G. Tómas Gunnarsson.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.11.2014 kl. 19:01
Barasta helvíti gódur, thessi lestur og mikid djofull er ég sammála...ef svo má ad ordi komast.
Halldór Egill Guðnason, 9.11.2014 kl. 05:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.