En hafa skattgreiðendur bolmagn til þess?

Líklega er aldrei betri tími til þess að koma með hugmyndir um stórkarlalega uppbyggingu knattspyrnumannvirkja en nú, þegar Íslendingar eru almennt í sigurvímu vegna góðs gengis karlalandsliðsins.

Það er að ýmsu leyti fróðlegt að lesa fréttina.

Við höf­um ekki fjár­hags­legt bol­magn til að standa ein­ir að bygg­ing­um á Laug­ar­dals­velli, höf­um nóg með okk­ar rekst­ur. For­send­an fyr­ir nýrri og stærri knatt­spyrnu­velli er að hlaupa­braut­in fari, og um það hef­ur náðst sam­komu­lag við frjálsíþrótta­hreyf­ing­una.

Hvað þýðir þetta?  Ég myndi túlka það svo að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir byggingunum.  Er þá ekki sjálfhætt með málið?

Það er ekki nóg að Knattspyrnusambandið og frjálsíþróttahreyfingin "plotti saman".  Það þarf að ná samkomulagi við þann sem á að borga brúsann.  Í þessu tilfelli líklega skattgreiðendur.

Ég get ekki ímyndað mér að þeir séu tilbúnir í ævintýri sem þetta.

Þjóð sem stendur með hálfhrunið heilbrigðiskerfi og stóran skuldahala hlýtur að hafa meiri áhyggjur af öðrum málum en að knattspyrnuvöllur og hlaupabrautir eigi ekki samleið.

 

 


mbl.is Tillaga að þjóðarleikvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nei.

=Það er nóg komið af tilgangslausum boltaleikjum.

Jón Þórhallsson, 17.10.2014 kl. 09:49

2 identicon

Algjörlega sammála.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband