14.10.2014 | 07:59
Verðhækkanir í 40 ár
Ég rakst á þesa töflu í Daily Telegraph. Hún sýnir verðhækkanir á ýmsum hversdagslegum hlutum í Bretlandi síðastliðin 40 ár. Einn liðurinn er hækkun á meðallaunum, þannig að sjá má hvaða hlutir hafa hækkað meira en laun, og hverjir minna.
Það má sjá að mesta hækkunin hefur orðið á tóbaki, sem skýrist líklega að stórum hluta af auknum álögum hins opinbera.
Síðan dagblöð og bíómiðar, póstkostnaður og húsnæðisverð. Þessi 5 atriði hafa hækkað meira heldur en laun. Það má sjá að þrátt fyrir samkeppni hefur mjólk hækkað minna en heldur en nemur launahækkunum og það sama gildir um egg. Bílar og leikjatölvur hafa hlutfallslega lækkað verulega í verði, en af þessum lista hafa flugferðir þó vinninginn.
Að sjálfsögðu er listi eins og þessi ekki endanlegur mælikvarði, að mörgu leiti mest til gamans en þó fróðlegt að sjá hann.
Hvernig skyldi svipaður listi fyrir Ísland líta út? Skyldi einhver geta nálgast verð frá 1974?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:30 | Facebook
Athugasemdir
Það má líka líta á þetta verðlækkanir síðustu 40 ár, athyglisvert hvað matur hefur lækkað mikið í hlutfalli við meðallaun. Spurning hvað niðurgreiðslu spila þarna mikið inn í.
Væri áhugavert að sjá svipaðan verðsamanburð á Íslandi.
Eggert Sigurbergsson, 14.10.2014 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.