13.10.2014 | 16:54
Jólabókin í ár: Eldað með Hagstofunni
Ég hef séð það hér og þar á netinu, að mikið er rætt um neysluviðmið Hagstofunnar, sem kemur fram í virðisaukaskattsfrumvarpi fjármálaráðuneytisins.
Ég skal fúslega viðurkenna að ég þekki illa orðið verðlag á Íslandi, og ætla því ekki að koma með neinar ráðleggingar hvernig 4ja manna fjölskylda borði fyrir u.þ.b. 3000 kall á dag, ef ég hef skilið rétt.
Hér og þar hefur mátt lesa um drjúga reiði í garð fjármálaráðherra fyrir að bera slíka vitleysu á borð.
En mér er spurn, við hvað á fjármálaráðuneytið að miða, ef ekki neysluviðmið gert af Hagstofunni?
Er ekki nær að beina reiðinni að Hagstofunni? Og lægi ekki beinast við að fjölmiðlar öfluðu upplýsinga um hvernig neysluviðmiðið er saman sett? Hvað kaupir Hagstofan fyrir "allan peninginn"?
Síðan má ef til vill hvetja Hagstofuna til að gefa út hugmyndir að matseðlum, nú eða matreiðslubók, því all margir virðast þurfa aðstoð til að ná að lifa af þeirri upphæð sem neysluviðmiðið tiltekur.
Er ekki að efa að slík bók kæmist á metsölulista.
Við ölum fólk ekki bara á hafragraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ef viðmiðið er 3000 á dag f. fjögurra manna fjölskyldu, sem gerir kr. 750.- á mann, þá er það hærra en fangaviðmið. Mig minnir að afbrotamenn í fangelsi fái 40.000.- á mánuði til að matast. Það gerir 1.330.- á dag.
Einhver leiðrétti mig ef ég fer með rangt mál.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 14.10.2014 kl. 00:03
Fangar eru ekki hluti af fjögurra manna fjölskyldu, svo þeir fá næstum tvisvar sinnum meira per haus.
Karl J. (IP-tala skráð) 14.10.2014 kl. 00:37
Eins og ég segi, þá þekki ég ekki lengur hvernig verð eru á Íslandi. 750 kr á einstakling getur ekki talist há tala. Þó kemur það mörgum á óvart hvað það er sem þeir eyða í mat, sérstaklega ef þeir reyna að spara og fylgjast með.
Þó að reikningurinn í búðinni sé oft býsna hár, er býsna margt sem keypt er ekki undir "matarliðnum". Svo sem alls kyns hreinlætisvörur ræstivörur og svo framvegis.
Ef athugað er hvernig skiptingin er á milli hærra og lægra vsk þreps kemur það stundum á óvart.
En ég gæti trúað að til séu 4ja manna fjölskyldur sem eyði ekki meira en 90.000 á mánuði í mat. En það er vissulega ekki mikið.
Hitt er svo með fangana, án þess að ég þekki hvernig hagar til hjá þeim, þá eiga þeir líklega ekki möguleika á eins hagstæðum innkaupum, eða hvað? Geta þeir verslað í Bónus, Krónunni og þeim stöðum? Og er ekki þeirra peningur jafnframt fyrir hreinlætisvörum og slíku, eða hvernig er þetta? Ég viðurkenni að ég þekki það ekki.
G. Tómas Gunnarsson, 14.10.2014 kl. 04:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.