13.10.2014 | 16:37
Tjáningarfrelsið er eitt af því mikilvægasta sem við eigum - en það þýðir ekki að því séu ekki takmörk sett
Þó að ég skilji að ýmsu leyti nálgun elga Hrafns get ég ekki verið henni sammála. Þó að tjáningarfrelsi og frelsi til að leita sér upplýsinga séu vissulega mikilvæg, er þeim takmörk sett eins og öllu öðru.
Við höfum líklega margar og mismunandi skoðanir hvar eigi að draga mörkin.
Ég get viðurkennt það fyrir mig prívat og persónulega, að ég hef ekki skoðað síðu hins Íslamska ríkis, þannig að ég get ekki dæmt um það út frá eigin reynslu hvort rétt hafi verið að loka síðunni.
En það sem ég hef heyrt bendir eindregið til þess.
Það er ekkert að því að loka á síður sem hvetja til morða og hryðjuverka. Rétt eins og það er sjálfsagt að loka síðum sem innihalda barnaníð eða hvetja til þess.
Rétt eins og það getur verið eðlilegt að halda úti vefsíðu þar sem barist er fyrir lögleiðingu t.d. kannabisefna, er eðlilegt að loka vefsíðu sem selur kannabisefni, þó að engin skipti á efnum, eða peningum gerist á síðunni. Hver sem skoðun okkar er á banni við sölu kannabisefna, hljóta allir að þurfa að lúta lögunum.
Rangt að loka vefsíðu Ríkis íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Facebook
Athugasemdir
Hefur Khilafah.is fengið á sig kæru eða lögbann? Er það ISNIC sem á að meta hvar mörk tjáningarfrelsis eigi að liggja? Er það ISNIC sem á að ritskoða netið? Þurfa fjölmiðlar nú að fara að passa sig að segja ekkert ljótt um ISNIC? Verður lokað á Pírata?
Espolin (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 17:01
Það má að sjálfsögðu deila um hvernig er staðið að lokum vefsíðna og eðlilegt er að einhvað ákveðið ferli sé til í þeim efnum, en ekki einhver geðþóttaákvörðun.
Það sem ég var fyrst og fremst að tala um hér, voru orð Helga sem hljóðuðu svo í fréttinni:
Svo má aftur deila um hver viðbrögð fyrirtækis eins og ISNIC eigi að vera. Ef þau telja að viðskiptavinur sinn sé að brjóta landslög, eiga þau þá að stöðva það? Eða ættu þau frekar að kæra viðskiptavininn, eða fá dómsúrskurð á einhvern hátt, áður en þau setja bann á síðuna.
En vissulega er netið á gráu svæði, að því leiti að starfsemi sú sem fer fram á síðu getur verið bönnuð í einu landi, en leyfð í öðru.
En ég reikna með að ISNIC hafi ákveðið í samráði við sinn lögfræðing að taka síðuna úr sambandi.
Eðli málsins samkvæmt hlýtur að vera hægt að leggja þá ákvörðun undir dómstóla, ef hún er talin lögbrot.
G. Tómas Gunnarsson, 13.10.2014 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.