Að falla með A

Þó að þetta geti ekki talist það sem mestu máli skiptir hvað varðar fall Íslensku bankanna, finnst mér þó rétt að veita þessu nokkra athygli.

Hvernig stóð á því að allir virtust hafa fulla trú á Íslensku bönkunum, alveg fram í andlátið?

Hvernig stóð á því að matsfyrirtæki gáfu þeim góðar einkunnir, sem aftur leiddi til þess að þeir höfðu greiðan gnægta aðgang að lánsfjármagni?

Það má líka velta því fyrir sér hvort að Íslenskar eftirlitsstofnanir hefðu átt að eiga meiri möguleika en hin alþjóðlegu eftirlitsfyrirtæki?  

Og auðvitað má velta því fyrir sér hvaða möguleika Íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu á því að fylgjast með fyrirtækjum með starfsstöðvar í ótal löndum og efnahagsreikninga sem urðu stærri með hverri mínútunni?

Og ef fjölþjóðleg  matsfyrirtæki og Íslenskar eftirlitsstofnanir sáu ekkert athugavert við rekstur bankanna, hvernig getum við átt von á því að Íslenskir stjórnmálamenn hafi gert það?

Og auðvitað voru Íslensku bankarnir langt í frá einu bankarnir sem féllu og enn fleirum var bjargað af brún hengiflugsins með risavöxnum peningainnspýtingum, t.d. í löndum eins og Dannmörku.

Það var ekki betri rekstur bankanna, betri eftirlitsstofnanir eða klókari stjórnmálamenn sem gerðu gæfumuninn, heldur einfaldlega aðgangur að fjármagni.

En í framhaldi af þessu hlýtur að vera skynsamlegt að draga úr tengingum á milli ríkis og banka.  Draga úr, eða fella niður ríkisábyrgð á innistæðum.  

Gera það lýðum ljóst.

Ef stjórnmálamenn telja sig hins vegar hafa það hlutverk að bjóða almenningi upp á ábyrgð á sparifé, væri eðlilegra að það yrði gert í gegnum ríkisskuldabréf, sem væri hægt að kaupa fyrir lágar fjárhæðir.

En hið opinbera á auðvitað ekki að taka ábyrgð innistæðum hjá einkafyrirtækjum.  Hvort sem um er að ræða bankabók eða inneignarnótu í verslun.


mbl.is Gjaldþrota með lánshæfiseinkunnina A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband