Samkeppni og lýðræði

Það má lesa hér og þar á netinu þessa dagana að einokun sé í mörgum tilfellum besta lausnin fyrir neytendur.

Það hefur líka mátt lesa á netinu, að best og friðvænlegast fyrir ýmis lönd og heiminn í heild að einræði og jafnvel harðstjórn ríki á sumum stöðum.

Að mörgu leyti eiga þessi tvö hugtök, samkeppni og lýðræði margt sameiginlegt.  Sömuleiðis einræði og einokun.

Ég ætla ekki að segja að einokun hafi aldrei á neinu tímaskeiði hugsanlega reynst betur en samkeppni.  Það sama á reyndar við um einræði, að það hafa verið tímabil á einhverjum landsvæðum, þar sem einræði hefur reynst vel og ef til vill um einhverja hríð verið besta lausnin.

En til lengri tíma litið, eru engir kostir betri en samkeppni og lýðræði, hvort um sig með sínum kostum og göllum.

Samkeppni mismunandi vara og hugmynda, þar sem almenningur greiðir atkvæði með ýmist peninga- eða kjörseðlum eftir því sem á við.

Þannig tryggjum við samkeppni hugmynda, seljenda og og framleiðenda.

Rétt eins og þróun þeirra ríkja sem búa við lýðræði hefur yfirleitt verið hröðust, nýtur hugmyndauðgin, þróunin og viðleitnin til að bjóða betri vöru á hagstæðara verði sín best í samkeppni.

Það er ekkert kerfi gallalaust og flest þeirra þarfnast reglulegrar ef ekki stöðugar endurskoðunar.  Hvorki lýðræði né samkeppni eru án galla eins og við erum reglulega minnt á.

En eins og Churchill sagði um lýðræðið, þrátt fyrir alla gallana, er það betra en allt annað sem við höfum reynt.  Ég held að það gildi sömuleiðis um samkeppnina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband