4.10.2014 | 13:39
Lítið kjöt á beinunum
Ekki líst mér vel á nýja ríkisstjórn í Svíþjóð, eða stöðuna sem þar ríkir. Afar veik minnihlutastjórn og verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessari stöðu.
En þessi frétt sýnir að mínu mati ákveðna meinloku sem er býsna algeng í nútíma lýðræðissamfélögum. Það er að "grafa upp" allar þær "beinagrindur" sem hugsast getur að finnist hjá stjórnmálamönnum eða öðrum "opinberum persónum".
Ef að um virkileg "hneykslismál" er að ræða, er sjálfsagt að fjölmiðlar fjalli um þau.
En að ráðherra hafi einhvern tíma í fyrndinni neytt ólöglegra vímuefna, greitt einhverjum fyrir "svarta vinnu", hafi látið taka af sér nektarmyndir, eða trúi á endurholdgun, finnst mér ekki mikið kjöt á beinunum, né reyndar alvöru "beinagrindur".
Það einfaldlega sýnir að að ráðherrar eru menn, rétt eins og allir aðrir og hafa lifað lífinu rétt eins og allir aðrir.
Sé einhver ráðherra í neysli, eða hafi einhvern í "svartri vinnu", er annað upp á teningnum.
En hvað gerðist fyrir mörgum árum síðan, er ekki meiri frétt nú, en það var þá.
Þetta er einmitt eitt af því sem fælir "venjulegt fólk" frá því að taka þátt í stjórnmálum og væri óskandi að fjölmiðlar lét af slíkum "afhjúpunum".
Ráðherrar með beinagrindur í skápnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Athugasemdir
Ef "beinagrindur" hérlendra ráðherra væru gerðar "útskápaðar" stæði nú sennilega ekki steinn yfir steini. Sænsk stjórnmál eru leiðinleg og hafa ávallt verið. Útvatnað miðjumoð og sósíalkjaftæði í anda Jóns Baldvins. Svíar eru meira að segja ekki skemmtilegasta fólk í heimi, en....ágætir þó. Spurðu bara pólverja.
"Jafnaðarmannakjaftæðið sem vaðið hefur uppi í Svíþjóð undanfarna áratugi, hefur ekki skilað þeirri þjóð neinu öðru en vesæld og innflytjendum, sem nú ráðast á innbyggjara með öllum tiltækum vopnum. Til þess eru vítin, til að varast þau.
Hér á landi virðast populistarnir hins vegar vilja feta stigu "fjölmenningarinnar" og því eingöngu tímaspursmál, hvenær við verðum komin í sömu klemmu og Svíar.Beinagrindunum í skápunum á aðeins eftir að fjölga.
Halldór Egill Guðnason, 5.10.2014 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.