Nauðsyn erfðabreyttra matvæla

Undanfarin ár hefur oft verið rætt um erfðabreytt matvæli.  Umræðan hefur oft verið á þeim nótum að helst má skilja að um eitthvert "Frankenstein fyrirbrigði" sé að ræða, öllu mannkyni standi stór hætta af þessum tilraunum og helst þurfi að stöðva þetta eins og skot.

Ekkert er fjær sanni, að mínu mati.  Þó vissulega sé þörf á því að fylgjast vel með slíkum matvælum og ég sé fyllilega sammála því að neytendur eigi rétt á því að slík matvæli séu merkt, þannig að þeir viti hvað þeir eru að kaupa, eru erfðabreytt matvæli nauðsynleg og af hinu góðu.

Ekki aðeins að erfðabreytt matvæli auki uppskeruna, þau geta einning dregið úr þörf fyrir skordýraeitur og þurkþolin afbrigði geta gjörbreytt afkomumöguleikum margra.

Ég held að það sé því misskilningur að berjast á mótí erfðabreyttum matvælum, hitt er þó eins og ég áður sagði, sjálfsagt að fylgjast með þessari þróun og láta almenning vita hvað hann er að kaupa.

En erfðabreytingar hafa alltaf verið framkvæmdar, þo með öðrum og hægvirkari hætti, og er gulrófan líklega eitthvert besta dæmið um það, sem flestir hafa líklega séð og snætt.

 


mbl.is Nóbelsverðlaunahafi segir að tvöfalda verði matvælaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband