27.9.2014 | 22:00
Erfiðir dagar fyrir Íhaldsflokkinn
Þeir eru hvorki auðveldir eða skemmtilegir dagarnir hjá Breska Íhaldsflokknum þessar vikurnar.
Erfiðar kosningar í Skotlandi nýafstaðnar og flokksþing framundan. Þá þarf ráðherra að segja af sér vegna dómgreindarskorts, og annar þingmaður segir sig úr flokknum, gengur í UKIP og efna þarf til aukakosninga.
Það eru því tvær aukakosningar framundan þar sem UKIP á sterka möguleika á því að vinna þingsæti.
Með 2. þingsæti undir beltinu, ætti flokkurinn mun auðveldar með að sannfæra kjósendur um að hann komi til með að ná þingsætum og að atkvæði greidd UKIP sé ekki á glæ kastað.
Það er því ljóst að UKIP gæti höggvið vel í atkvæðafjölda Íhaldsflokksins og náð atkvæðum frá öðrum flokkum líka.
En líklegustu úrslitin, eins og staðan er í dag, er að hann muni taka það mikið af atkvæðum frá Íhaldsflokknum að hann tryggi meirihluta Verkamannaflokksins.
Það kemur enda til með að verða stór hluti af baráttunni hjá Íhaldsflokknum, að hamra á því að UKIP muni stuðla að meirihlutastjórn Verkmannaflokksins. Með því muni UKIP svipta Breta þjóðaratkvæðagreiðslunni um veru þeirra í "Sambandinu".
Það og aukin heimstjórn fyrir England og Wales, samhliða auknum völdum til Skota.
Þar hefur Íhaldsflokkurinn náð að koma Verkamannaflokknum í all nokkra klemmu, skiptar skoðanir eru á meðal þingmanna, en forystan virðist nokkuð ráðvillt.
En það eru breytingar í loftinu í Breskum stjórnmálum. Frjálslyndi flokkurinn er í miklum vandræðum og ef UKIP gengur vel í komandi aukakosningum gæti hann náð að festa sig í sessi sem "þriðja aflið".
En það er ljóst að Evrópusambandsaðild Breta verður eitt af stórum málunum í kosningunum á næsta ári.
P.S. Það á eftir að koma í ljós hvort það sé rétt að ráðherrann hafi sent myndina til blaðamanns sem hafi villt á sér heimildir í samskiptum við ráðherrann á netinu. Það er þá angi af þeirri nýbreytni að blaðamenn "búi til" fréttir, frekar en að segja frá þeim.
Persónulega myndi ég telja að blaðamaðurinn ætti þá að sjá sóma sinn í því að segja upp sömuleiðis, en það er önnur saga.
Myndir urðu ráðherra af falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.