26.9.2014 | 10:38
Eistneska landamæragæslan handtók tvo fyrrverandi KGB menn
Það halda áfram að gerast skringilegir atburðir á landamærum Eistland og Rússlands.
Nýverið handtók Eistneska landamæralögreglan tvo menn á bát sem höfðu farið ólöglega yfir landamærin á ánni sem skiptir ríkjunum á parti. Ekki mikið, en nóg samt til að afskipti voru höfð af þeim.
Mennirnir veittu mótspyrnu, skáru m.a. á reipi á milli báts síns og lögreglunnar og voru því færðir til yfirheyrslu og úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Nú er komið á daginn að mennirnir eru báðir fyrrverandi liðsmenn KGB.
Það eru býsna merkilegar tilviljanirnar á landamærum Rússa þessa dagana.
Hermenn "villast" yfir til Ukraínu, hermenn nota "sumarfríið" sitt til að berjast í Ukraínu, Rússar nema á brott Eistneskana leyniþjónustumann, og nú eru tveir fiskimenn, sem fyrir algera tilviljun eru fyrrverandi liðsmenn KGB handteknir röngu megin við landamærin.
Ýmsar getgátur hafa reyndar verið uppi um eftir hverju þeir voru að fiska, en það er önnur saga.
Það er staðreynd að landamærin eru vel merkt á þessum stað, en það er líka staðreynd að á "friðsamari" tímum hefðu þeir fengið lítið meira en klapp á bakið og sekt.
Nú þegar NATO hermönnum fjölgar í Eistlandi, er ekki ólíklegt að fleiri "atburðir" muni eiga sér stað á næstu mánuðum og misserum, á láði, legi og í lofti.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Athugasemdir
Fyrrverandi eistneskur lögreglumaður sem bjó á íslandi var stríðsglæpamaður.
FORNLEIFUR, 27.9.2014 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.