17.9.2014 | 19:18
Hver verða örlög Kópaskersbúa með bættu aðgengi að áfengi?
Það er fyllsta ástæða til þess að samgleðjast með Kópaskersbúum, ef þeir fá loksins áfengisverslun í plássið.
En ef marka má rök þeirra sem berjast hvað harðast gegn því að áfengi verði selt utan sérverslana, er þetta hræðilegt fyrir íbúana.
Aðgengi Kópaskersbúa að áfengi stóreykst, og líklega yrði áfengisverslunin í göngufæri fyrir þá alla.
Skyldu Kópaskersbúar hafa velt fyrir sér mótvægisaðgerðum.
En auðvitað gildir eitthvað allt annað um þá sem búa í Kópavogi, en Kópaskeri. Þar er áfengi og göngufæri hættulegur kokteill (pun intended).
Leiðin í vínbúðina styttist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er mjög gleðilegt. Nú geta Kópaskeringar (?) haft hvítvín með humrinum á sunnudögum.
Kristján G. Arngrímsson, 17.9.2014 kl. 22:16
Ég sé ekki nokkra ástæðu til annars en að fagna því að Kópaskersbúar fái vínbúð í plássið. Það sparar þeim tíma og fyrirhöfn.
Það er líka svo umhverfisvænt, að ekki þurfi að keyra langar leiðir eftir einni hvítvínsflösku.
En ég reikna ekki með því að það verði opið á sunnudögum, humar er sjálfsagt á borðum í Kópaskeri, rétt eins og annars staðar á landinu. En það er þó eitthvað sem segir mér að líklega verði meiri sala á rauðvínu, sem hentar (persónleg skoðun mín) betur með lambinu sem er víst mikið framboð af á svæðinu og þykir gott er mér sagt.
En mörgum virðast þykja það slæmar fréttir að aðgengi aukist. Ég er ekki einn af þeim, hef enda gjarna búið í löndum þar sem aðgengi er mun betra en á Íslandi.
P.S. Ég veit ekki hvort rétt er að reyna að byrja á því "trendi" að tala um Kópaskeringa eða Kópavoga, þegar talað um íbúa þessara staða. Ég hef alla vegna kosið að halda mig við "búa". En á eftir þessu er rétt að setja :-)
G. Tómas Gunnarsson, 18.9.2014 kl. 06:24
Annars skildis mér á fréttum að það væri aðallega verið að stíla inná að selja ferðamönnum áfengi þarna. Kannski eykur það sölu á lambakjöti líka, hver veit.
Kristján G. Arngrímsson, 18.9.2014 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.