Ýmislegt auðveldara í stjórnarandstöðu

Það er ýmislegt sem getur verið auðveldara fyrir stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu.  Þar á meðal að halda "baklandinu" góðu.

Að standa sem "teinréttur" hugsjónamaður er oft erfiðara sem stuðningsmaður ríkisstjórnar, svo ekki sé minnst á ráðherra.

Þess vegna vill það oft verða að "hugsjónamálin" koma fram þegar stjórnmálaflokkar og alþingismenn eru í stjórnarandstöðu en ekki þegar þeir eru í ríkisstjórn.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslendinga að NATO er dæmigert slíkt mál.

Ögmundi og VG fannst ekki rétti tíminn að leggja slíkt mál fram á síðasta kjörtímabili, þegar þeir sátu í ríkisstjórn.  Líklega að hluta til vegna þess að samstarfsflokkur þeirra, Samfylkingin hefði líklega ekki stutt málið.

Ríkisstjórn VG og Samfylkingar tók enda fullan þátt í störfum NATO og lagði blessun sína yfir aðgerðir NATO í Lýbíu svo dæmi sé tekið.

Enn nú, í stjórnarandstöðu er rétti tíminn fyrir slíkar æfingar, þó að enginn reikni með að slík tillaga yrði samþykkt, það er allt önnur saga.

En þó að ég persónulega telji enga aðkallandi þörf á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, er ég því ekki andsnúinn.

Aðild að NATO er Íslandi nauðsyn, meira nú en hefur verið um all langt skeið.  Það er viðbúið að umræður um varnarbandalagið aukist á komandi misserum og það gæti verið þarft að ýta deilum um aðild Íslands til hliðar með afgerandi hætti.


mbl.is Vill þjóðaratkvæði um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband