3.9.2014 | 08:15
Árið 2008: Þegar Íslensk stjórnvöld vildu "eurovæða" og fara á hraðferð inn í "Sambandið".
Það gekk mikið á árið 2008, ekki bara á Íslandi heldur víða um veröldina.
Þá voru miklar um og rökræður á Íslandi um nauðsyn þess að ganga í "Sambandið" og taka upp euro.
Ekki man ég þó eftir því að hafa séð það áður að Íslensk stjórnvöld hafi átt í viðræðum við "Sambandið" um "einhliða" upptöku euros, og talið að það gæti orðið flýtileið inn í "Sambandið". Mig rekur ekki heldur minni til þess að slíkt hafi verið útskýrt fyrir þjóðinni, en auðvitað getur það hafa farið fram hjá mér.
Ef einhver hefur frekari upplýsingar eða man eftir fréttum um slíkar viðræður þætti mér fengur að fá upplýsingar hér í athugasemdum.
En tilefni þessa skrifa, er bréf sem Ollie Rehn hefur ritað vegna kosninga um sjálfstæði Skotlands, þar stendur orðrétt:
"I recall that in 2008 the then Icelandic government requested the possibility of unilateral 'euroisation' of the krona to stabilize the monetery situation and as a shortcut to EU membership for Iceland; the Commission simply rejected this as against the Treaty."
Svo mörg voru þau orð.
Það er auðskilið að "Sambandið" hafi ekki viljað hlusta á slíka vitleysu, en það væri vissulega gaman að vita hvaða Íslensku stjórnmálamenn hafi borið hana á borð.
Bréf Ollie Rehn má finna hér að neðan, en það er fengið af vef Daily Telegraph.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.