5 flokka borgarstjórn - er Sjálfstæðisflokkurinn öruggur í meirihluta?

Þá er 4. raðkönnun Gallup komin. 

Stóru tíðindin eru auðvitað að Framsóknarflokkurinn er inni.  Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur með meirihluta, og könnunin staðfestir Samfylkingu sem 25% flokk.

Það yrði óneitanlega ákveðin vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn  að ná ekki meirihluta og að fara niður fyrir 45%, ekki síður held að það yrði áfall fyrir Samfylkinguna ef hún fengi aðeins um 25% upp úr kjörkössunum. 

Þó að rétt um 6% og 1. borgarfulltrúi væri að öllu jöfnu ekki talinn sigur, yrði það að teljast í þessu tilfelli fyrir Framsóknarflokkinn, slíkur hefur gangur hans verið í skoðanakönnunum,en hann hefur þó aukið fylgi sitt í öllum raðkönnunum Gallup.  Ef til vill er sígandi lukku best, eins og sagt var í gamla daga.  VG og Frjálslyndir virðast svo sigla nokkuð lygnan sjó með 2 og 1 borgarfulltrúa.

Eftir þessari könnun er því ljóst að baráttan stendur á milli framsóknarmannsins og 8. sjálfstæðismannsins.  (Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS sýnir þetta öfugt, þar er Framsókn úti, en Sjálfstæðisflokkurinn með 8 menn)

Ef þetta verða niðurstöðurnar leyfi ég mér að spá því að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta í Reykjavík á næstu kjörtímabili.  Naumur fjögurra flokka meirihluti held ég að komist ekki á koppinn, og er ekki eftirsóknarverður.  Slíkur meirihluti væri eins og í stöðugri gíslingu.

En hverjir myndu mynda meirihluta með Sjálfstæðismönnum?  Meira um það seinna.

Nú eru 2 dagar til kosninga


mbl.is Framsóknarflokkur nær inn manni samkvæmt nýjustu könnun Gallup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband