5.7.2014 | 07:34
Rússar spila út "heilsubrests" trompinu
Auðvitað sjá flestir í gegnum það sem hér er fjallað um í fréttinni. Rússneska neytendastofan er enda að verða helsti skelfir margra nágrannalandanna og hefur víðtæk efnahagsleg völd og áhrif.
Og Rússnesk yfirvöld eru ekki feimin við að beita henni fyrir sig.
Ekki nóg með að hún takmarki eða banni innflutning frá ákveðnum löndum, eins og nú frá Ukraínu, heldur hefur hún oft "handvalið" fyrirtæki sem fá að flytja inn til Rússlands og sett bann á önnur. Hafa margir viljað meina að það val sé ekki háð tilviljunum.
En auðvitað vilja Rússar ekki flytja inn "heilsubrest" frá Ukraínu.
En þetta er auðvitað langt í frá einsdæmi og mjög algengt er að ríki (og jafnvel sveitarfélög) beiti heildbrigðisreglum og jafnvel skipulagi til þess að takmarka samkeppni.
Það þekkja líklega flestir.
En líklega er þó fátítt að beita þessu jafn hnitmiðað og Rússar gera.
Loka á úkraínskar mjólkurvörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.