Innflutningur á heilsubresti

Eins og alltaf þegar innflutningur matvæla ber á góma á Íslandi, kemur það í umræðuna að heilsufari Íslendinga stafi hætta af innflutningi.

Nú er það svo að það er flutt inn gríðarlegt magn af matvælum til Íslands og meira að segja þó nokkuð af kjötmeti.

Yfirvöld virðast ekki hafa verulegar áhyggjur af áhrifum þess á heilsu Íslendinga en þeim mun meiri áhyggjur af því að innflutt kjöt hafi heillavænleg áhrif á pyngju þeirra.

Því innflutt kjöt má ekki vera ódýrt.

Það er reynt að koma því svo fyrir að það verði því sem næst eins dýrt og framast er unnt.

Ég hef oft sagt það áður að ég tel að aukin innflutningur á kjöti sé óhjákvæmilegur.  Það er hins vegar engin ástæða til þess að ganga í "Sambandið" til þess að svo megi verða.  

Það er heillavænlegra fyrir Íslendinga að taka slíkar ákvarðanir á eigin spýtur, og skipuleggja þær á eigin hraða.

Það er heldur engin ástæða til að einskorða sig við vörur frá "Sambandinu", nautakjöt má sækja til S-Ameríku, kengúrukjöt til Ástralíu, buffaló kjöt til Kanada, o.sv.frv.

Það er sömuleiðis nauðsynlegt að draga úr íþyngjandi tollum á innflutninginn, en slíkt er best gert í áföngum og löngu tímabært að Íslendingar búi til áætlun í þeim tilgangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki aðvörun á MBL um salmonellu í kjúklingum frá Íslensku búi á sama tíma og þingmaður fræddi okkur um hve íslensk matvæli væru örugg og góð en hættulegt og heilsuspillandi allt innflutt?

Hábeinn (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 12:02

2 identicon

Kjöt þarf enginn maður lífsnauðsynlega að borða. Velji hann að borða það er eðlilegt að hafa það sem ódýrast og best, en þó ekki þannig að umhverfið bíði skaða. Mannkynið deyr út ef hnatthlýnun versnar mikið og mengun er aðalvandamál okkar daga. Almennilegt alvöru fólk hugsar því um umhverfið frekar en verð og bragð. Nær væri að lækka verð á fiski og auka aðgengi að fiskveiðum svo þjóðin geti notið eigin gæða. Búfénaður eyðir upp landi í heiminum og regnskógarnir okkar eru að hverfa og frekari alþjóðavæðing á búskap stuðlar bara að meiri mengun og skjótari útrýmingu mannkynsins. Það er ekki of seint að snúa við, en ef skammtímahugsjónir fá að ráða för munum við ekki eiga neina afkomendur á lífi árið 3000 og þessi tegund verður farin af sjónarsviðinu.

Awaken (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 12:49

3 identicon

Ef íslenskt efnahagslíf og umhverfi jarðarbúa skiptir þig máli, verslaðu þá local. Ef heilsan skiptir þig máli, þá er óhætt að sleppa kjötinu ef þú bara passar upp á bætiefnin og gerir allt rétt. Grænmetisætur lifa að meðaltali næstum áratug lengur en aðrir. http://www.huffingtonpost.com/kathy-freston/plant-based-diet_b_1981838.html Langlífustu þjóðir heims, svo sem Japanir, eru aftur á móti þekktar fyrir að hafa gegnum söguna borðað mjög mikinn fisk, en næstum ekkert kjöt. Þannig að besti kosturinn virðist vera pescetarian og síðan veggetarian, sem er reyndar jafn góður ef þú passar þig að fá öll næringarefni öðruvísi. Þjóðir sem neyta óvenjulega mikils kjöts lifa líka styttra en aðrir. Þó svo væri ekki hefur enginn rétt á að ferja hér yfir gáma og flugvélar og eyða dýrmætri olíu mannkyns og menga og skemma jörðina fyrir komandi kynslóðum bara út af girnd síns eigin maga. Hvar er mennskan?

Awaken (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 12:53

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hábeinn.  Þekki ekki þetta með "sölluna", en það er eins og annað.  Kemur fyrir á bestu bæjum, ef svo má að orði komast.

@Awaken.  Og með sömu rökum hætta Íslendingar auðvitað að flytja út fisk.  

G. Tómas Gunnarsson, 4.7.2014 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband