6.6.2014 | 19:30
Annar taktur í sveitastjórnarmálum?
Það hefur vakið athygli mína í fréttum í dag, að Framsóknarflokkurinn í Skagafirði hefur ákveðið að taka Sjálfstæðisflokkinn með sér í meirihluta, þrátt fyrir að Framsókn hafi meirihluta bæjarfulltrúa.
Sömuleiðis er Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi, sem einnig hlaut hreinan meirihluta, í viðræðum við Bjarta framtíð um að koma í meirihlutasamstarf.
Þetta finnst mér athyglivert og bendir til áhuga á að stjórna á breiðari grunni. Ef til vill bendir það einnig til þess að sveitarstjórnarfólki finnist í einhverjum tilfellum minnsti hugsanlegi minnihluti ekki vera nógu traustur, enda hafa meirihlutar í sveitastjórnum sprungið í vaxandi mæli undanfarin ár.
En þetta er þróun sem mér finnst vert að gefa gaum.
Tóku sjálfstæðismenn með í meirihlutann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.