70 ár. Innrás sem breytti gangi stríðsins og veraldarsögunnar

Það eru 70 ár síðan þessi stærsta innrás yfir sjó átti sér stað.  Líklega verður þetta síðasta stórafmælið þar sem enn verður nokkur fjöldi af þeim sem voru í innrásarhernum verða með í hátíðarhöldunum.

Enn það er rík ástæða til þess að minnast innrásarinnar um ókomna tíð og þeirra sem tóku þátt í henni.

Það voru ekki mörg lýðræðisríkin í Evrópu sem voru frjáls á stríðsárunum, það mátti telja þau á fingrunum.

Við öll eigum þeim stóra skuld að gjalda sem tóku þátt í innrásinni og börðust til að frelsa hin hernumdu lönd Evrópu, ekki síst þeim sem enduðu ævina, oft ekki langa, á ströndum Normandy.

En þó að það sé ekki mikið um það fjallað, voru það ekki bara hermenn bandamanna og Þjóðverja sem létu lífið þessar örlagaríku daga í júni1944.  Þúsundir heimamanna, óbreyttir borgarar létu lífið í loftárásum dagana á undan innrásinni og í bardögunum sem fylgdu í kjölfarið.

Frelsið kom ekki án blóðs, beiskju og fórna. En það var nauðsynlegt að láta markmið hernaðarins ganga fyrir, lokatakmarkið, skilyrðislaus uppgjöf Þýskalands, frelsun hinna hernumdu landa.

Ég velti því stundum fyrir mér hvernig fjallað yrði um þetta í fjölmiðlum dagsins í dag.  Hvernig þetta allt liti út í "beinni"?

Og hvernig þetta bergmálar, þó veikt sé í nútímanum, þegar Bandaríkjamenn hafa enn og aftur ákveðið að auka útgjöld sín til varnar Evrópu, þó aðeins sé um milljarð dollara enn sem komið er.

Það er rétt að enda þessa færslu með söng Veru Lynn, sem flytur lagið We´ll Meet Again.  En Vera Lynn hafði á árum síðari heimsstyrjaldarinnar viðurnefnið, "The Forces´ Sweatheart." Hún var óþreytandi, og kom fram á skemmtunum hermanna um víða veröld, Egyptalandi, Indlandi, Burma og að sjálfsögðu í Bretlandi og Frakklandi.

 

 


mbl.is Innrásarinnar minnst í Normandí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband