6.6.2014 | 15:30
Rétt mat hjá Elliða
Ég held að þetta sé rétt mat hjá Elliða. Það væri til hagsbóta fyrir hægri sinnaða einstaklinga ef það verður af flokksstofnun hjá "sjálfstæðum "Sambandssinnum"".
Það skapast ró innan Sjálfstæðisflokksins, en jafnframt verður til vettvangur fyrir hægri sinnaða einstaklinga sem vilja ekkert frekar en ganga til liðs við "Sambandið".
Það er engan veginn óeðlilegt að jafn stórt mál og sjálfstæði Íslands og innganga í "Sambandið" valdi deilum og endurraði einstaklingum að einhverju leiti í flokka.
Líklega myndi þetta fjölga þeim atkvæðum og þingmönnum sem hægri sinnaðir flokkar fengju og ekki veitir af.
En það er ekkert nýtt að það séu skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins um hin aðskiljanlegustu málefni.
Af því að "sjálfstæðum Sambandssinnum" er svo tíðrætt um vestræna samvinnu, hef ég i gegnum tíðina t.d. þekkt Sjálfstæðismenn sem voru í hjarta sínu og prinsippinu á móti veru Bandarísks herliðs á Íslandi og jafnvel aðild Íslands að NATO.
En aldrei hvarflaði að þeim að flokkurinn myndi álykta gegn aðild eða veru hersins. Þeir gerðu sér grein fyrir því að þeir voru fámennur hópur innan flokksins.
En eins og áður sagði, þegar deilt er um grundvallaratriði eins og sjálfstæði, fullveldi og inngöngu í "Sambandið" getur það varla talist óeðlilegt að einhver uppskipti verði.
Til lengri tíma litið er það líklega öllum hægrimönnum og stefnunni til framdráttar.
Færir áhersluna til hægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.