1.6.2014 | 14:27
Framtíðarfylkingin?
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig kemur til með að spilast úr sveitarstjórnarkosningunum. Ekki eingöngu í Reykjavík heldur um allt land og á landsvísu.
Eitt af því sem hlýtur að vekja eftirtekt, er hvernig samstarfi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar verður háttað, eða hvort að það verður samstarf, ekki bara í Reykjavík, heldur ekki síður á stöðum eins og t.d. Hafnarfirði.
Á Akureyri leggur Samfylkingin upp með samstarf við Framsóknarflokk og L-listann og skilur BF eftir í kuldanum, en það er spurning hvort að það leggur einhverjar línu?Ein af niðurstöðum nýafstaðinna kosninga sem ekki er hægt að líta fram hjá er stór persónulegur sigur Dags Eggertssonar í Reykjavík. Það stendur upp úr hve góðu árangur Samfylkingar er þar samanborið við annars staðar á landinu.
Því hlýtur sú spurning að vakna, hvort að Samfylkingin hafi áhuga á því að kalla Dag til starfa á landsvísu og jafnvel að gera hann að formanni flokksins. Árni Páll hefur ekki megnað að hífa flokkinn upp og eðilegt að uppi séu vangaveltur um að "skipta um kallinn í brúnni sem er hættur að fiska".
Ef af því yrði, er komin upp nokkuð merkileg staða. Þá væru þeir orðnir formenn tveggja stjórnmálaflokka, sem fæstir sjá mikinn mun á, Dagur Eggertsson og Guðmundur Steingrímsson.
Milli þeirra tveggja hefur verið mikið samstarf og er skemmst að minnast þess að Guðmundur var aðstoðarmaður Dags, í hundrað daga borgarstjóratíð hans. Þá var Guðmundur varaþingmaður Samfylkingarinnar ef ég man rétt.
Væri þá ekki kominn nokkuð sterkur grundvöllur fyrir sameiningu þessara tvegga (systur)flokka?
Og væru slíkar væntingar ekki sterkur hvati fyrir Samfylkingarfólk að gera Dag að formanni flokksins?
Dagur og Björn ræða saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.