Það er sitthvað landsbyggð og latte. Sterk staða Sjálfstæðisflokksins um allt land

Það er ekki hægt að segja annað en að Sjálfstæðisflokkurinn geti vel við unað við úrslit sveitarstjórnarkosninganna sé litið yfir landið.

Allt í kringum Reykjavík er Sjálfstæðisflokkurinn með sterka stöðu.  Hreinir meirihlutar í Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, góð staða í Kópavogi og Hafnarfirði.

Stórsókn á Akranesi, ótrúlega góður árangur í Vestmannaeyjum, meirihlutinn heldur í Árborg og í Hveragerði.

Aukning á Akureyri og víðast hvar um landið er Sjálfstæðisflokkurinn í góðri stöðu. Meirihlutinn fellur að vísu í Reykjanesbæ, þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið um stjórntaumana frá upphafi, og vissulega skarð fyrir skildi, en kom þó ef till ekki svo mikið á óvart. Sömuleiðis féll meirihluti flokksins á Ísafirði, en þar spilaði líklega persónuval stærri rullu en víðast hvar annarsstaðar.

Miðað við ríkisstjórnarflokk og þau innanflokks átök sem geisað hafa upp á síðkastið,  getur Sjálfstæðisflokkurinn verið ánægður með árangur sinn

Kosningarnar hafa farið betur með Samfylkinguna heldur en útlit var fyrir framan af.  En það er ekki síst í gömlum vígum flokksins eins og Hafnarfirði og Kópavogi sem tapið er áberandi.  SF náði að styrkja sig all vel á lokasprettinum á Akureyri og líklega má segja að staðan sé erfið en þolanleg.

Framsóknarflokkurinn er í þokkalegri stöðu víða um landið.  Vinnur góða sigra í Skagafirði og á Dalvík.  Í Skagafirði nær Framsókn hreinum meirihluta og bætir við sig 2 mönnum á Dalvík.  Staðan verður að teljast þokkaleg hjá Framsókn miðað við umdeildan ríkisstjórnarflokk.

Björt framtíð vinnur eftirtektarverða sigra, nema í Reykjavík þar sem flokkurinn (sem arftaki Besta flokksins) bíður afhroð.  Það er athyglisvert að sjá "nýjan" flokk ná þetta góðri fótfestu.

Vinstri græn virðast í vandræðum víðast hvar og ná ekki að flytja vinsældir formanns síns og verandi í stjórnarandstöðu í vinsældir á sveitarstjórnarstiginu.  Síðasta ríkisstjórn er kjósendum líklega enn í of fersku minni.

Píratar náðu að koma inn manni í Reykjavík, sem telst góður árangur, en að sama skapi hlýtur það að vera þeim vonbrigði að það tókst ekki víðar.

Í heild sinni tel ég að ríkisstjórnarflokkarnir megi mjög vel við una.

Að sama skapi tekst stjórnarandstöðuflokkunum ekki að auka hlut sinn, þó ríkisstjórnin hafi þurft að stíga ölduna.  Líklega er síðasta ríkisstjórn kjósendum enn minnisstæð.  Björt framtíð nær þó eftirtektarverðum árangri og árangur Samfylkingarinnar er eftirtektarverður, en skrifast líklega meira á Dag en Samfylkinguna.

En það er rétt að hafa í huga að það er ekki það sama að vinna kosningar og "vinna" í meirihlutamyndunum.

En það sem er ekki hvað síst eftirtektarvert við þessar kosningar er minnkandi kjörsókn og hvað úrslitin í Reykjavík skera sig frá þeim meginlínum sem sjá má víðast hvar annarsstaðar.

Það er sitthvað landsbyggð og latte svo spilað sé aðeins með klisjurnar.

 

 

 


mbl.is D-listi stærstur nema í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband