31.5.2014 | 14:55
Ekki missa "kúlið" og bregðast við eins og harðlínu múslimi
Það sem vantar á þessa skopmynd er auðvitað Múhameð spámaður, enda hann og fylgismenn hans óvænt að farnir að leika nokkuð stóra rullu fyrir borgarstjórnarkosningar og jafnvel farnir að teygja sig yfir í næstu sveitarfélög.
En grínmynd er grínmynd, hvort sem hún er af Múhameð eða Sveinbjörgu og þó að þær eigi það til að verða stundum nokkuð rætnarog ýfa stélfjaðrir, er affarasælast að bregðast við þeim með rósemi. Það er alger óþarfi að ritskoða þær eða biðja á þeim afsökunar.
Reyndar held ég að Framsóknarflokkurinn sé líklega ekki jafn æstur yfir þessari mynd og þeir vilja vera láta, en vissulega er þetta tækifæri alltof gott til þess að láta það fram hjá sér fara, og það á sjálfum kjördeginum.
Ég yrði reyndar ekki hissa ef þessi skopmynd myndi færa Framókn nokkur auka atkvæði í dag.
P.S. Fyrir leikmann eins og mig er ekki allur munur á búningi Ku Klux Klan og búrku, þó að tilgangurinn með klæðaburðinum sé ólíkur. Ég hugsa jafnvel að það hefði verið beittari húmor að nota búrkuna.
P.S.S. Með því að sleppa Múhameð á myndinni er þó líklegt að höfundurinn fái aðeins kröfu um afsökunarbeiðni, en varla líflátshótanir.
Sakar Fréttablaðið um einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Grín og glens, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Athugasemdir
Tilgangurinn með KKK lakinu og búrkunni er reyndar sá sami: að fela einstaklinginn.
En satt er það - ekki er gott að segja hvað skopmyndateiknarinn er að fara. Sneið til frambjóðandans eða framtíðarsýn varðandi kyn hennar?
Kolbrún Hilmars, 31.5.2014 kl. 15:25
Hva? Var kröfugerðarmaðurinn ekki annars vegar í atvinnuveganefnd xD og hins vegar kosningastjóri xB? Hvor persónuleikinn er hér með kröfur? Báðir jafn húmorskertir?
http://www.xd.is/um-sjalfstaedisflokkinn/kosningar-i-nefndir/atvinnuveganefnd/
X-FILES (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 15:58
Vantar ekki alveg á myndina Salman Tamimi að höggva hendurnar af þjófum?
Guðmundur Ásgeirsson, 31.5.2014 kl. 15:58
Bestu þakkir fyrir innlitið.
@Kolbrún. Það er engin leið að fullyrða hver meining teiknarans er, það er enda bestu skopmyndirnar sem einstaklingar lesa misjafnlega úr.
@Guðmundur. Salman Tamimi er ekki í oddvitasæti. En honum verður örugglega boðin staða forvarnarfulltrúa hjá Samtökum verslunarinnar. Hér er best að setja broskall eins og tíðkaðist í Íslandsbanka, þannig að allir viti að ég ráði engum um slík mál.
G. Tómas Gunnarsson, 31.5.2014 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.