Hvatinn til skattsvika

Það hefur löngum loðað við veitinga og ferðaþjónustu að þar sjái menn svart meira en gengur og gerist.  Vissulega er ekki rétt að alhæfa, en það er mikið talað bæði um undanskot og svokallað "þrepahopp".

Það er kunn staðreynd að eftir því sem skattar verða hærri og skattkerfið flóknara, eykst hvati til skattsvika.  Áhættan kann að þykja þess virði ef umbunin er hærri.

Virðisaukaskatt er t.d. best að hafa í einu þrepi og án undanþága.

Bara svo eitt dæmi sé nefnt.  Ef ég kaupi mér laxveiðileyfi þar sem gisting og fæði er innifalið, hlýtur það að vera álitamál hvað sé virðisaukaskattskylt.  Veiðileyfi eru eftir því sem ég man best undanþegin virðisaukaskatti, en gisting og veitingasala ekki.

Það liggur því beinast við að selja veiðileyfið dýrt og gistingu og fæði ódýrt, eða er hugsanlegt að slíkt sé gefið með veiðileyfinu?

Lægri skattar og einfaldara skattkerfi er nauðsyn og styrkir tekjuöflun hins opinbera til lengri tíma litið.  Er það ekki þannig sem allir vinna?

P.S.  Líklega er svo auka hvati fyrir þá sem þjónusta ferðamenn að stinga undan gjaldeyri á meðan höft eru í gildi.  Skilaskyldan gildir ekki um það sem "ekki kom í kassann".

 

 


mbl.is 17,5 milljarðar ekki verið gefnir upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband