Ýsa var það heillin

Í gærkveldi borðaði ég Íslenskan fisk eftir nærri tveggja ára hlé.  Það var ótrúlega ljúfengt.

Stinn og góð ýsa og bragðgæðin engu lík.

Börnin skríktu af kátínu, enda ólíkt hvað þau eru hrifnari af fiski en faðir þeirra var á sama aldri.  Það hefur líklega eitthvað að gera með tilbreytni og tíðni.

Það spillti ekki kátínunni, að Íslenska orðið ýsa, er framborið nákvæmlega eins og Eistneska orðið isa, sem þýðir pabbi.

Það gaf færi á mörgum orðaleikjum og bröndurum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband