15.4.2014 | 08:22
Það aflast vel á óánægjumiðum
Víða um heiminn, en ekki hvað síst í Evrópu og ef till mest í Evrópusambandinu gætir vaxandi óánægju með "stjórnmálastéttina", eins og hún er oft nefnd.
Almenningi finnst ákvarðanatakan færast sífellt fjær, bæði sér og hagsmunum sínum. Það er auðvelt að halda því fram að það sé rétt skynjun.
Æ fleiri líta svo á að það sé tilgangslaust að taka þátt í kosningum og margir þeirra sem þó greiða atkvæði nota það til að lýsa óánægju sinni með hina "hefðbundnu stjórnendur" og þá leið sem þeir hafa valið.
Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að flokkar á borð við Front National stórauki fylgi sitt. Það er óheillavænleg, en þó rökrétt þróun, sé litið til ástandsins í dag.
Það er yfirleitt talað um flokkinn sem hægri öfgaflokk, en það er að mörgu leyti misvísandi flokkun, enda sækir hann fylgi sitt alls ekki til hefðbundinna kjósenda sósíalista.
Það virkar enda illa á marga Frakka að heyra talað um að eurokreppan sé búin, þegar ríflega 3.3 milljónir manna eru atvinnulausar, eða u.þ.b. 11%.
Ríflega fjórðungur Frakka undir 25 ára aldri hafa ekki atvinnu.
Þannig er ástandið víða um S-Evrópu, og jafnvel verra.
Það er ekki hvað síst við þessa einstaklinga sem flokkar á borð við Front National er að tala og höfða til.
Líkast til er Ukraínukrísan eitt af því fáa sem getur skilað atkvæðum til hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka.
En það er líklegt að Evrópusambandsþingið verði með nokkuð breyttu yfirbragði eftir kosningarnar í vor.
Front National með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.