Hin erfiða kvöð að fara í utanlandsferðir

Það mun hafa verið óþægileg kvöð að þiggja boðsferðir af hinum svokölluðu "útrásarvíkingum" og fyrirtækjum þeirra.  Eins og sagt er upp á ensku, "it´s a dirty job, but somebody got to do it".

Ef til vill má þó deila eitthvað um skilgreininguna á "dirty" í þessu sambandi.

Nú skilst mér að það sama sem upp á tengingnum hvað varðar boðsferðir hjá "Sambandinu".  Þær þykja erfiðar, illa skipulagðar, leiðinlegar, boðið upp á frekar slöpp hótel, og þó að gaukað sé að mönnum reiðufé í umslagi, er það varla upp í nös á ketti, ef ég hef skilið rétt.

En sem betur fer eru þó ennþá til einstaklingar sem fást til að fórna sér fyrir heildina og fara í slíkar fræðsluferðir, landi og lýð til góðs.

En það er þó eitt sem ég skil ekki til fulls.

Hvað er það sem hægt er að læra um Evrópusambandið í Brussel, sem er ekki hægt að fræðast um á Íslandi?

Hvað er það sem Evrópu(sambands)stofa og sendiráð "Sambandsins" getur ekki frætt Íslendinga um?

Og af því að "Sambandið" hefur hefur verið að reyna að spara undanfarin misseri, væri ekki þjóðráð að senda frekar eins og 2. til þrjá einstaklinga frá "Sambandinu" til Íslands (til viðbótar þeim sem þegar starfa við fræðslu á Íslandi) sem myndu túra um landið og fræða Íslendinga með minni tilkostnaði.

Bæði myndi sparast fé og Íslendingar þyrftu ekki að leggja á sig hinar leiðinlegu utanlandsferðir.

Ef til vill koma jákvæðir sjálfstæðir sambandsmenn, þessari sparnaðartillögu áleiðis til Brussel. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður, já svo sannarlega eru þessar "ferðir" til Brussel óútskýranlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2014 kl. 10:56

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Veðráttan er náttúrulega miklu betri í Brussel en hér norður í Atlantshafinu.  Svoleiðis mun á græna grasinu "hinum megin" dugir ekki að sýna á myndum.

Ætli það sé ekki skýringin á þessum nauðsynlegu kynnisferðum?

Kolbrún Hilmars, 11.4.2014 kl. 11:10

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin.

Annar benti kunningi minn (sem vildi ekki láta nafns síns getið) mér á að það væri auðvitað hið margfræga "Brusselska andrúmsloft", sem þætti nauðsynlegt að stúdera í Brussel.

Hann vildi meina að Íslendingar mættu eiga von á miklum skýrslufjölda sem byggði á "andrúmslofts rannsóknum" í Brussel og enginn Íslendingur teldist viðræðuhæfur,nema hafa skoðun á því. Verður líklega heitt umræðuefni í komandi fermignaveislutíð.

G. Tómas Gunnarsson, 12.4.2014 kl. 06:01

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já auðvitað er nauðsynlegt að skynja Brusselandrúmsloftið. Og andrýmið svona yfirleitt. Einn kunningi minn sem býr í Berlín, sagði mér að hann hefði komist að því að það væri á teikniborðinu hjá þessum kommisserum að flytja til fólk, sem sagt flytja það af þéttbýlli stöðum þangað sem færri búa. Þar er Ísland tekið með, með alla sína ferkílómetra sem heppilegt til hreppaflutninga. Hann grunaði að þar væri verið að hugsa um rómarfólk sem er landlaust eins og kunnugt er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2014 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband