12.4.2014 | 06:31
Gott að fá úrskurð, en undanþágur eru vandmeðfarnar
Það er auðvitað gott að fá úrskurð í álitamálum sem þessum. En það sýnir líka hve mikil vandræði skattaundanþágur geta skapað.
Líklega verða skattayfirvöld að búa til, eða kaupa skilgreiningu á list, hvernig svo sem það gengur.
Mörk á milli lista og nytjahluta eru oft óljós og ekki er að efa að mörg álitamál eiga eftir að koma upp í framtíðinni.
Ef til vill væri einfaldast að lögum yrði breytt á þann veg að list yrði virðisaukaskattsskyld eins og flest annað.
Væri það ekki einnig sanngjarnast?
Listaverk en ekki smíðavara til bygginga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.