Rússneskur Krímskagi - hvað svo?

Því miður er útlit fyrir að Rússar muni taka yfir Krímskaga, það er erfitt að koma auga á nokkuð sem getur komið í veg fyrir það.

Niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni var nokkuð fyrirséð og hvort sem hún stenst lög eður ei, er hún átyllan sem Rússar þurfa til að innlima Krímskaga og "vernda" íbúa þess.  Gegn hverju er verið að "vernda" þá er ef til vill óljósara.

En eðilega er verið að velta fyrir sér hverjir verða næstu leikir í stöðunni.  Bæði Rússa og ekki síður Bandaríkjanna, NATO og Evrópusambandsins.

Það er flestum ljóst að það er ekki mikill áhugi á því innan Evrópusambandsins að grípa til umtalverðra refsiaðgerða gegn Rússum.  Evrópusambandsríkin eru einfaldlega of háð því að kaupa hrávörur, sérstaklega orkugjafa, frá Rússum og selja þangað framleiðsluvörur sínar.

Bandaríkin eru líklega ekki í aðstöðu til að beita þvíngunum sem hefðu virkileg áhrif á Rússland.

Líklega verður reynt að finna einhverjar verulega takmarkaðar refsiaðgerðir, sem geta þá leyft flestum að "halda andlitinu".

En það verður ekki hvað síst "Sambandsríkin" í A-Evrópu sem munu finna fyrir auknum þrýstingi og spennu.  Þau eiga mörg hver umtalsverð viðskipti við Rússa og hafa auk þess sum þeirra stóran Rússneskan minnihlutahóp innan landamæra sinna.  Svo stóran að á ýmsum svæðum eru Rússar í meirihluta.

Það er ekki síst á slíkum svæðum, þar sem horft er til atkvæðagreiðslunnar á Krímskaga með ýmist aðdáun, eða hryllingi.

Það er enda næsta víst að aukin spenna mun verða í samkiptum á milli mismunandi þjóðahópa í t.d. Eystrasaltsríkjunum.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hugleiða refsiaðgerðir gagnvart Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Starbuck

Skiptir vilji almennings á Krímskaga engu máli?

Starbuck, 17.3.2014 kl. 11:57

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vissulega skiptir vilji almennings á Krímskaga máli og er einmitt eitt af því sem gerir stöðuna svo flókna og erfiða.

En það verður líka að taka tillit til þess hvernig stendur á því að meirihluti íbúa Krímskaga er af Rússneskum uppruna.

Hefði Sovétið ekki ákveðið að flytja "frumbyggja" skagans alla til Síberíu og Uzbekistan (ef ég man rétt) og jafnframt myrða dágóðan hluta þeirra, væri staðan líklega önnur nú.

Hafa þeir "frumbyggjar" sem náð hafa að snúa aftur, engan rétt vegna þess að ógnarstjórn Sovétsins kom þeim í minnihluta í eigin landi?

Það sama gildir t.d. á ákveðnum svæðum í Eystrasaltslöndunum, þar eru Rússar í meirihluta. Eiga þeir þá rétt á því að þau svæði geti "gengið í" Rússland? Og þannig aukið réttindi þeirra sem gengu um með yfirgangi og staðfest þannig að ofbeldið hafi borgað sig?

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2014 kl. 12:25

3 identicon

Ekkert nema góðar fréttir fyrir Krím, Rússland og alþjóðasamfélagið...

auðvitað leiðinlegt fyrir valdaræningjana í Kiev, BNA og ESB...

Pútin og hans stjórn hefur spilað þetta mjög sterkt - engum skotum hleypt af en BNA og ESB gjörsamlega að fara á taugum  og s#%&a á sig...

áróðursmaskína vesturvelda hefur skilað sínu og því miður of margir sem geta ekki losnað undan henni... Rússland/CCCP=djöfullinn, Vestrið=ljósið... hvað hafa t.d. rússneks stjótrnvöld drepið marga saklausa borgara á síðustu 10 árum? hvað með NATO og BNA? eða er það allt í lagi og allt gott og blessað? hræsnin/blindan/heimskan er alsráðandi...

VAT (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 13:23

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vissulega eru alltaf fleiri en eitt sjónarhorn. En ég hygg að þeir séu ekki mjög margir sem telja þetta jákvæð skref fyrir "alþjóðasamfélagið", hvað sem það svo þýðir.

Þetta staðfestir einfaldlega að ef meiningin er að ná tangarhaldi á landi/landsvæði, er best að ganga fram af hörku, flytja inn nógu marga af eigin þegnum og koma hinum sem fyrir voru í burtu eða fyrir kattarnef. Þá ertu í "rétti" til að koma "þegnum" til til "hjálpar".

Hvers vegna sneru Rússar ekki "heim", þegar Ukraína ákvað að segja skilið við Rússland? Hvers vegnu fluttu Rússar ekki "heim" frá Eystrasaltslöndunum?

Ef rétt og eðlilegt er að Krímskagi sé sjálftæður og gangi í Rússneska ríkjasambandið, hvers vegna hafði Chechnya ekki rétt á sjálfstæði?

Hræsnin/blindan/heimskan á mörg heimili.

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2014 kl. 13:55

5 identicon

Þegar önnur/þriðja og fjórða kynslóð fæðist á svæði/landi, þá er það væntanlega orðið heimili þeirra...? þau fara ekki bara "heim"...

Úkraína skiptist nánast í tvö svæði... rússneskumælandi og úkraínskumælandi... austrið talar eingöngu rússnesku og tengir sig við rússland enda löndin með margra alda sameiginlega sögu.

Krím á annað borð er sjálfstjórnarhérað og hefur fullan rétt til að ákveða sig hvort það vill tilheyra Úkraínu eða Rússlandi og sú ákvörðun hefur verið gerð... af hverju hafði Kosovo rétt á því? af hverju hefur Skotland rétt á því? af hverju hafa Feneyjar rétt á því? -en Krím ekki?

Chechnya hafði rétt á sjálfstæði... en ef þar yrði kosið á sínum tíma, þá hefði sjálfstæði ekki verið kosið enda meirihluti íbúa rússar... kynntu þér málin aðeins betur...

gott fyrir "alþjóðasamfélagið" er að til er vald í heiminum sem getur sagt við BNA og NATO að stíga niður og verið sem mótvægi við mikunnarlausa hagsmunagæslu og útþennslustefnu þeirra...

VAT (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 15:02

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þannig að þú myndir telja að Rússland hafi rétt á stórum hluta af Eystrasaltslöndunum?

Staðreyndin er sú að í A-Ukrainu gekk Sovétið hart fram í að svelta og myrða íbúana. Síðan komu auðvitað Rússar í staðinn.

Þó að "heim" sé auðvitað teigjanlegt hugtak, þá væri að mörgu leyti eðlilegra fyrir Rússa að bjóðast til að aðstoða Rússa við að koma "heim", heldur en að "vernda" þá í öðrum löndum. En það þjónar ekki hagsmunum þeirra.

Í "manntali" 2010, voru u.þ.b. 95% íbúa Checnya, Chechenar. 1989, voru Rússar hinsvegar taldir u.þ.b. 23% íbúanna. En þeir hafa aldrei verið í meirihluta.

Það er svo líka að mörgu leyti eru kröfur Rússa á Krímskaga ekki óeðlilegar, en kringumstæðurnar þar sem blásið er til kosninga með örskömmum fyrirvara geta ekki talist eðlilegar.

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2014 kl. 15:32

7 identicon

hvar nefndi ég að Rússland hafi "rétt" til einhvers? auðvitað hafa þeir engan rétt... enda ekki þeir að innlima heldur er sjálfstjórnarhérað að ákveða sín eigin örlög...

í Chechniu voru um 25% íbúa rússar rétt áður en stríðið hófst... um 1950 voru rússar um 50% íbúa og sá "sovétið" um bókstaflega alla uppbyggingu á svæðinu... fækkunin milli ára var m.a. ein af ástæðunum fyrir stríðinu (og auðvitað það að vopnað valdarán var framið)...

það að fyrirvarinn fyrir kosningunni var of stuttur er alveg rétt... en það gerir hana ekki ólöglega... þetta var klárlega pólítisk og strategisk ákvörðun, sem var tekin og framkvæmd þegar tækifæri og tilefni gafst til... þannig séð ekki mikið frábrugðið því hvernig Ísland öðlaðist sitt eigið sjálfstæði... ;)

VAT (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 16:24

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég setti þetta einfaldlega fram sem spurningu. Nú hefur þú svarað og það er fínt.

Atkvæðagreiðslan og kringumstæðurnar á Krímskaga nú, eiga meira sameiginlegt með atkvæðagreiðslum sem haldnar voru í Eystrasaltslöndunum árið 1940, heldur en því þegar Ísland tók sér fullt sjálfstæði.

Um 1960 voru Rússar u.þ.b. 50% af íbúum Chechnyu, en það hlutfall var komið í ca. 35% strax um 1970. Sýnir einfaldlega hvernig mannskapurinn var látinn flytja sig til eftir ákvörðunum og duttlungum Sovétsins.

Íbúasamsetningin gat því ekki verið réttlæting fyrir því að beita vopnavaldi í Checknyu, en vissulega voru Rússneskir hagsmunir til staðar og eru enn.

Hvað er lögleg kosning og hvað er ekki lögleg kosning?

Fyrirvarinn er mældur í vikum, vopnaðar (ómerktar) sveitir ráða lögum of lofum í landinu. Ég held að flestir þeir sem vilja sjá, sjái að kosningarnar eru ekki haldnar undir eðlilegum kringumstæðum.

Það myndi heldur enginn taka mark á Skoskri, eða Katalónskri kosningu undir slíkum kringumstæðum.

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2014 kl. 17:09

9 identicon

hvernig stendur þá á því að kosningar í kosovo, írak, afganistan, líbíu og fleiri stöðum þar sem herir BNA og NATO eiga í hlut allar löglegar og eðlilegar?

og hvernig var aftur staðan á Íslandi við ákvörðun sjálfstæðis? enginn her til staðar eða hvað? :)

VAT (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 17:20

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég velti því fyrir mér hvers vegna USA, sem vildi (gegn vilja Rússlands), ganga endanlega frá Sýrlendinganna lífs/tilveruréttindum heima hjá sér? Og heimtuðu "leyfi" frá alþjóðasamfélaginu til þeirra óhæfuverka? Og eru núna í samvinnu við ESB-rugl-reglubræðinginn, að heimta heimsyfirráð, (samkvæmt einhverskonar heimsveldis-einræðis-alþjóðalögum), yfir rússnesku fólki og þeirra lífs/tilverurétti í heimahögum?

Það eru mörg spursmál, en engin skiljanleg svör, sem standast siðmenningar-skoðun.

Eða er virkilega einhver sem skilur á siðmenntaðan hátt, ofbeldi, skattfríðindi og fangelsislög toppanna hjá villta-vesturs-bankaveldunum?

Vestrænn heimsveldis-banka-einræðisheimur (USA/ESB-veldið), hefur ekki réttlætanlega né siðmenntað verjandi grunn til að standa svona einræðislega að sínum verkum í Úkraínu og Krímskaga. Ekki frekar en sínum fyrri fjölmörgu valdníðslu-skepnuverkum í Líbýu, Júgóslavíu, Írak, Afganistan, og síðast en ekki síst: Afríku!

Meðferð einræðis-vesturveldisins á Afríkubúum er svartasti blettur Vesturveldisins enn þann dag í dag! Þvílík skömm!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.3.2014 kl. 17:29

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Á öllum þessum stöðum nema Íslandi að ég tel voru alþjóðlegar eftirlitssveitir sem fylgdust með kosningum.

Í öðru lagi ef ég hef skilið rétt, voru tveir kostir á kjörseðlinum á Krímskaga. Óbreytt ástand var ekki annar þeirra. Annar kosturinn var stóraukið sjálfstæði Krímhéraðs innan Ukraínu, hinn var að sækja um að ganga í Rússneska ríkjasambandið.

Meðal annars þess vegna kusu víst æði margir að hundsa kosninguna.

En það er líka þegar farin að berast fjöldi af undarlegum frásögnum af kosningunni, m.a. að engin eiginleg kjörskrá hafi verið í gildi, enda fyrirvarinn alltof skammur.

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2014 kl. 18:05

12 identicon

ólöglega valdaránsstjórnin í Kiev neitaði héraðsþinginu um gögn... þannig að kjörskrá frá síðustu forsetakosningum var notuð...

þær tölur sem voru birtar er verið að tala um 83% mætingu... hversu sannar tölurnar eru veit ég ekki...

það er varla hægt að nefna miðstýrða NATO sveit "alþjóðlega"...

VAT (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 18:33

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það voru alþjóðlegar eftirlitsveitir með kosningunum sem þú nefndir, þær komu ekki frá NATO, eða eingöngu NATO ríkjum.

Eftir því sem talað er um, var notast við mun eldri kjörskrá og svo dugði víst í flestum tilfellum að sýna Rússneskt vegabréf. Alla vegna er það frásögn ýmissa blaðamanna.

Þegar talað er um 83% kjörsókn, sjá allir sem vilja sjá að það er ekki mikið hægt að reikna slíkt út, ef varla er hægt að segja að kjörskrá sé notuð. 83% af hverju var þá kjörsóknin?

Það má vissulega draga lögmæti ríkisstjórnar Ukraínu í efa, en líklega telst hún þó lögleg.

Réttkjörinn forseti flúði landið. Þingið starfaði ennþá og sá sem var skipaður bráðabirgðaforseti var forseti þingsins.

Hvað er ólöglegt við það?

Það var sömuleiðis Ukraínska þingið sem ákvað að setja forsetann af?

Það er ekkert einsdæmi að réttkjörnir stjórnendur hrökklist frá, gegn hörðu mótmælum og þingið skipi nýja.

Í raun þarf ekki að leita nema til Íslands snemma árs 2009. Það var ekki ólöglegt og líklega er það heldur ekki ólöglegt sem gerðist í Ukraínu.

Þetta segi ég þó með þeim fyrirvara að ég þekki ekki nógu vel til stjórnskipunarlaga landsins.

Ukraínska þingið var sömuleiðis búið að ákveða kosningar í maí. Ekki beint eins "valdaræningar". Sjá t.d. hér http://www.torontosun.com/2014/02/22/ukraine-parliament-votes-to-oust-yanukovich-sets-may-election

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2014 kl. 18:52

14 identicon

Fólk ætti að kynna sér þaug öfl sem hafa tagl og haldir núna í Úkrainu. Það er ekki að ástæðulausu sem Rússar hafa gripið til þessa bragðs.

Númi (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband