13.3.2014 | 08:47
Góðar fréttir fyrir Íslendinga
Á annan áratug hef ég verið dyggur viðskiptavinur í Costco. Þar hef ég keypt mikið af matvöru, verkfæri, tölvur, myndavélar, gleraugu, lyf, bækur, reiðhjól, hjólbarða, ferðatöskur, rakaeyði, frystikistu, nýbökuð brauð, rúðuþurkur, og þó nokkuð af fötum og er þá langt í frá allt upp talið.
Það eru góðar fréttir fyrir Íslendinga að Costco sýni áhuga á því að opna verslun á Íslandi og óskandi að af því verði.
Það er spurning hvernig gangi að fá Íslendinga til þess að að greiða "félagsgjald" fyrir að fá að versla í ákveðinni verslun, en mín reynsla er sú að það borgar sig margfalt.
Ekki aðeins fékk ég aðgang að góðum vörum á góðu verði, heldur fékk ég endurgreitt (% af innkaupum) sem dugðu fyrir "félagsgjaldinu" og vel það.
Þar sem ég hef komið í Costco verslanir hafa þær verið aðlagaðar hverju svæði fyrir sig, þó að ákveðinn vörukjarni sé til staðar. Ég hef því fulla trú á því að Costco myndi ganga vel á Íslandi.
Ef að verður breytist umhverfið í verslun á Íslandi í einu vettfangi og er það vel. Það mun koma neytendum til góða.
Líklega er Ísland á mörkunum með að teljast nógu stórt markaðssvæði fyrir Costcoverslun, en vonandi taka þeir slaginn.
Costco vill opna verslun á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætli það verði ekki bara svipað verð í þessari eins og öllum hinum. Iceland er nú ódýr í Bretlandi en ekkert svo hér. Held að þessi búð detti bara inn í sömu spillinguna og allar hinar.
Þessi búð getur bara hundskast heim til sín, við erum með nóg af verslunum sem taks okkur í rassgatið.
Markús (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 10:07
Innkaupageta Costco er það sem gæti breytt dæminu. Þeirra "model" er líklega líkara IKEA, þó að ég ætli mér ekki að fullyrða um samanburðinn.
En líklega myndi Costco t.d. aldrei opna nema 1. verslun á Íslandi (rétt eins og IKEA). Ekki auka kostnað með mörgum sölustöðum o.s.frv.
Sjálfsagt mun Costco "hundskast" heim til sín, ef þeir ná ekki að uppfylla óskir og væntingar Íslendinga.
Ef Íslendingar halda áfram að skipta við þær verslanir "sem nóg er af" nær það líklega ekki lengra.
En ég hef fulla trú á Costco, og að þeir myndu ná að góðri fótfestu á Íslandi.
G. Tómas Gunnarsson, 13.3.2014 kl. 10:19
Ég geri ráð fyrir því að Costco sé mikið með matvöru frá USA. það er verið að stoppa innflutning matvöru þaðan með öllum ráðum eins og við sjáum á baráttu Kosts við Matís osfrv. Costco mun líklega lenda í klíkunni hérna og gefast upp.
Ég vona innilega að þessi svartsýni mín rætist ekki og að Costco komi hingað og hristi upp í markaðinum með auknu vöruúrvali og harðri samkeppni okkur neytendum til hagsbóta.
Ívar (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 10:42
Það er vissulega alltaf hætta á að reynt verði að leggja steina í götu verslana.
En Costco rekur nú þegar verslanir á Spáni og í Bretlandi. Þannig eru þeir að einhverju leyti vanir Evrópumarkaði.
Það gefur bjartsýni á að þeim takist að aðlaga sig að aðstæðum á Íslandi sömuleiðis.
En í Kanada, þar sem ég þekki Costco best, er áberandi að þeir reyna að bjóða upp á mikið af "local" vörum og sníða vöruframboð að markaðnum.
Ákveðinn vörukjarni er sá sami og í Bandaríkjunum, en heildarframboðið verulega öðruvísi.
G. Tómas Gunnarsson, 13.3.2014 kl. 10:52
Hefur ekki Kostur verið að bjóða upp á heilmikið af vörum frá Costco?
Er það þá ekki fyrst búðin sem lendir í vandræðum ef þeir koma?
ls (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 13:34
Ívar segir:
"Það sé verið að stoppa innflutning matvöru þaðan með öllum ráðum eins og við sjáum á baráttu Kosts við Matís osfrv."
Margar vörur frá U.S.A. eru einfaldlega ekki löglegar hér í sölu.
Skrítið hvað fólk er tregt að skilja þetta.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 13:45
Án þess að ég hafi hugmynd um það, kæmi mér ekki á óvart að Costco væri í einhverju samstarfi við Kost/eigendurKosts í vangaveltum sínum.
Eftir því sem ég hef heyrt, þá hafa þar til gerð yfirvöld þurft að bakka í einhverjum tilfellum þegar Kostur hefur átt í hlut. En ég þekki þá hlið mála ekki nógu vel til að fullyrða þar um.
En ég sé fyrir mér að Costco, gæti ekki síður t.d. flutt til Íslands vörur sem þeir eru að kaupa á Spáni fyrir verslanir sínar þar.
En ef þeir geta rekið fjölda verslana á Spáni og í Bretlandi, ætti þeir ekki að vera í stórum vandræðum með að reka eina verslun á Íslandi.
Ætli það verði ekki helst landbúnaðarafurðir sem muni vefjast fyrir þeim?
G. Tómas Gunnarsson, 13.3.2014 kl. 14:17
"Margar vörur frá U.S.A. eru einfaldlega ekki löglegar hér í sölu"
Oftast um að ræða s.k. "tæknilegar viðskiptahindranir" en ástæðan fyrir viðræðum ESB og USA um fríverslunarsamning er einmitt að þessar blokkir eiga í heilmiklu "viðskiptahindranatollastríði" Þar sem Ísland er með EES samning við ESB er Ísland ESB meginn í því stríði.
ls (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 16:22
Skyldi Jón Ásgeir fyrrverandi Bónustöffari vera eitthvað á bakvið þetta dæmi.? Kæmi ekki á óvart,hann er foxillur útí Sullenberger í Kosti.
Númi (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 23:14
Mér best vitanlega er Costco eigandi allra verslana sem reknar eru undir þeirra nafni (það er t.d. munur frá starfsemi Iceland á Íslandi).
Mér þykir hins vegar líklegt að þeir hafi Íslendinga til þess að aðstoða sig, vinna fyrir sig við undirbúninginn, eða til þess að kanna grundvöllinn.
En þetta eru eingöngu vangaveltur af minni hálfu, ekki staðreyndir.
G. Tómas Gunnarsson, 14.3.2014 kl. 08:09
Ivar við skerum bara á reglugerð ESB það er komin tími til þess. Breytum rafmagninu í 110 volt þá dettur niður allur kosnaður vegna heimila og fyrirtækja. Cosco hefir góðar vörur og e vinsæl meðal farmanna eins og Íslendinga sem búa í Ameríku. Vöru vöndun verður betri s.s. skurður á kjöti en oft er það eins og það sé hoggið í spað.
Valdimar Samúelsson, 14.3.2014 kl. 09:03
Birgir Guðjónsson, það eru einnig margar vörur sem að væru ólöglegar í USA og Evrópu sem eru framleiddar á Íslandi...ef þær væru merktar rétt.
Hér er aftur á móti ekkert eftirlit og því komast margir íslenskir framleiðendur upp með að bjóða okkur algjörann viðbjóð, í skjóli viðskiptahafta.
Ellert Júlíusson, 17.3.2014 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.