Lífrænt og gott, bragðvond fiðluhöfuð og hvað er WalMart að eyðileggja? Kennedy berst við vindmyllur

Einn af mínum "uppáhaldsskríbentum" er Margaret Wente, en hún skrifar reglulega pistla í Globe and Mail og víðar.  Hún kemst mjög gjarna skemmtilega að orði, er óhrædd við að "höggva" heilagar kýr og kasta ljósi á mál frá öðrum sjónarhólum en þeim viðurkenndu.

Svo var nú um helgina þegar hún skrifaði um "lífrænt" ræktuð matvæli, stéttaskiptingu, "snobb" og þá ákvörðun Wal Mart að hasla sér völl innan "lífrænt" ræktaða geirans.

Vissulega sýnist líklega sitt hverjum um þetta málefni, eins og svo mörg önnur, en það verður enginn svikinn af því að lesa grein Margaretar. 

Og meira af "grænum" málum.  Það virðist nokkuð skrýtin staðan sem Edward Kennedy er komin í þegar hann berst af krafti á móti því að vindmyllur verði reistar, skammt frá landareign hans á Cape Cod.

Svo virðist sem Kennedy og Democratar, sem hafa þó gjarna talað um nauðsyn þess að leita allra leiða til að minnka þörf bandaríkjamanna (og veraldarinnar allrar) fyrir olíu og talað fyrir nýtingu vistvænni orkugjafa, ætli að reyna að koma í veg fyrir að þetta orkuver (eitt stærsta vindorkuver í heimi, ef af yrði), rísi.

Skoðanir eru skiptar, og í umræðuna blandast umhverfissjónarmið frá öllum hliðum, endurnýjanleg orka, flug farfugla, sjónmengun, hrygning fiska, og svo auðvitað það sem margir vilja meina að sé ekkert merkilegra en NIMBYismi af hálfu Kennedy.

En hér má sjá grein úr Boston Globe, ein frá CBS og ein úr Globe and Mail

En auðvitað er það ekkert nýtt að endurnýjanleg orka og verndun umhverfisins séu taldar andstæður, en hér sem annars staðar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Barkarson

Nú reynir á kerfið innan hins lífræna geira. Allir stórmarkaðir í Bretlandi eru á sömu línu og Wal Mart. Þrátt fyrir allt þá erum við að tala um æði mikinn mun á framleiðsluháttum en það verður líka auðvelt fyrir þá bændur sem ekki eru hugsjónamenn að falla í græðgisholuna og fara stuttu leiðina við framleiðslu. En ágætis áminningargrein hjá henni, vonandi ekki minningargrein hins lífræna geira.

Björn Barkarson, 22.5.2006 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband