28.2.2014 | 12:55
Að tala í meðaltölum - Hvers vegna eru skuldirnar svona háar?
Það er vinsælt að tala í meðaltölum. Reikna út meðaltal og bera það svo saman við Ísland. Líkt og Ísland sé hið "týpíska meðtalsríki".
En er það rökréttur útgangspunktur?
Það vantar líka samanburð á fleiri atriðum samhliða vaxtaprósentu. Hvernig skyldi til dæmis skuldahlutfallinu vera háttað?
Getur verið að Íslensk fyrirtæki séu almennt skuldsettari en gengur og gerist í "samanburðarlöndunum"? Getur verið að að það sama gildi um Íslensk heimili? Getur verið að "einkaskuldir" (private debt) sé hærri en í mörgum öðrum löndum?
Gæti það haft áhrif á vaxtastigið? Getur verið að mikil eftirspurn leiði til hærra verðs á peningum? Ef um hærri skuldsetningu er að ræða, er ekki eðlilegt að hún leiði til hærri vaxta?
Það er alltof auðvelt að setja fram meðaltöl og bera saman við eitt ríki. Það ætti að vera lágmarks kurteisi að segja frá því við hvaða hóp er verið að miða og t.d. lægsta og hæsta gildi í viðmiðunarhópnum. Það væri sömuleiðis fróðlegt að sjá hvert skuldahlutfallið væri í samanburðarhópnum.
En árinni kennir illur ræðari og of skuldsettur atvinnurekandi krónunni.
Bera 150 milljarða aukakostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.