28.2.2014 | 12:31
Öðruvísi pólítískt landslag
Þó að vissulega hafi landsmálin oft áhrif í sveitastjórnarmálum, er hið pólítíska landslag gjarna allt annað í hinum ýmsu sveitarstjórnum. Það hefur gilt um Akureyri, ekki síður en mörg önnur sveitarfélög.
Í síðustu kosningum vann Listi fólksins stórsigur og annað framboð utan hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka náði einnig inn manni. Samtals voru þessi tvö framboð með 7 af 11 bæjarfulltrúum.
Margir töldu það (ásamt velgengni Besta flokksins í Reykjavík) skýrt dæmi um óánægju kjósenda vegna bankahrunsins.
En ég held að þær niðurstöður megi ekki síður rekja til óánægju með hina "staðbundnu" fulltrúa og frambjóðendur. Það var enda svo að víða náðu hinir "hefðbundnu" stjórnamálaflokkar prýðisárangri í síðustu sveitastjórnarkosningum.
En nú virðist sem hinir "eldri" flokkar nái sér aftur á strik.
Það er fyrst og fremst tvennt sem vekur athygli í þessari könnun, hrikaleg staða Samfylkingar, sem er bersýnilega í djúpri lægð og svo frekar sterk staða Bjartrar framtíðar. Það má líklega að miklu leyti tengja þetta tvennt saman.
Enn er langt í kosningar og öll baráttan eftir, en ef þetta yrði niðurstaðan gæti meirihlutamyndun líklega orðið nokkuð snúin.
Tapar fimm af sex fulltrúum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.