Farið var fram á þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2009

Það er ótrúlegt að að sjá "Sambandssinna" halda því fram að engar alvöru kröfur hafi verið uppi um að aðildarviðræður við ESB yrði hafnað eða samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Síðan er því sömuleiðis haldið fram að stór hluti Sjálfstæðismanna hafi þá verið samþykkir umsókninni, ef ekki í orði þá á borði.
 
Þetta er vægt til orða tekið skrýtin söguskoðun.
 
Lögð var fram breytingartillaga við þingsályktunina sem kvað á um að Alþingi fæli ríkisstjórninni að sækja um aðild að "Sambandinu".
 
 
Viðhaft var nafnakall og nei sögðu:
 
Álfheiður IngadóttirÁrni Páll ÁrnasonÁrni Þór SigurðssonÁsta R. JóhannesdóttirBjarkey
GunnarsdóttirBjörgvin G. SigurðssonGuðbjartur Hannesson,Guðmundur SteingrímssonHelgi Hjörvar
Jóhanna SigurðardóttirJónína Rós GuðmundsdóttirKatrín JakobsdóttirKatrín JúlíusdóttirKristján L.
MöllerLilja Mósesdóttir,Magnús Orri SchramOddný G. HarðardóttirÓlína ÞorvarðardóttirRóbert
MarshallSigmundur Ernir RúnarssonSigríður Ingibjörg IngadóttirSiv Friðleifsdóttir,Skúli Helgason
Steingrímur J. SigfússonSteinunn Valdís ÓskarsdóttirSvandís SvavarsdóttirValgerður Bjarnadóttir
Þórunn SveinbjarnardóttirÞráinn Bertelsson,Þuríður BackmanÖgmundur JónassonÖssur
Skarphéðinsson
 
Þarna má lesa nöfn margra þeirra sem hæst kalla á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu nú.
 
Já sögðu:
 
 Atli GíslasonÁrni JohnsenÁsbjörn ÓttarssonÁsmundur Einar DaðasonBirgir ÁrmannssonBirgitta
JónsdóttirBjarni BenediktssonEinar K. Guðfinnsson,Eygló HarðardóttirGuðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðlaugur Þór ÞórðarsonGunnar Bragi SveinssonHöskuldur ÞórhallssonIllugi GunnarssonJón Bjarnason,
Jón GunnarssonKristján Þór JúlíussonLilja Rafney MagnúsdóttirMargrét TryggvadóttirÓlöf Nordal
Pétur H. BlöndalRagnheiður E. Árnadóttir,Ragnheiður RíkharðsdóttirSigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigurður Ingi JóhannssonTryggvi Þór HerbertssonUnnur Brá KonráðsdóttirVigdís Hauksdóttir,
Þorgerður K. GunnarsdóttirÞór Saari
 
Þarna má sjá að allir þingmenn Sjálfstæðiflokksins greiddu atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu, líka þeir sem hafa verið fylgjandi aðild að "Sambandinu" eins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
 
Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu.
 
Ragnheiður Ríkharðsdóttir greiddi síðan atkvæði með innöngu, en Þorgerður sat hjá.  Guðríður Lilja greiddi einnig atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslunni, en sat hjá við inngöngu.
 
Þingsályktunartillagan um inngöngu í Evrópusambandið var síðan samþykkt með 33 atkvæðum gegn 28.
 
Það sem var óþarfi að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ætti því ekki að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu til að draga til baka, eða hvað?
 
Að lokum má geta þess að um langa hríð hafa allar skoðanakannanir sýnt góðan meirihluta Íslendinga vera andsnúna því að ganga í "Sambandið". 
 
 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ástæða meira fylgis við þjoðaratkvæði nú samkvæmt skoðanakönnun er sú að nú hafa Evrópusinnar einróma viljað hana eftir að hafa hafnað henni ítrekað í skoðanakönnunum áður.

Annað merkilegt í Þessu öllu er að þetta fólk brigslar nú hæst um "kosningasvik" sjálfstæðisflokksins, sem kaus hann ekki. Þeir sem kusu hann hinsvegar telja sig ekki svikna að undanskildum örfáum esb sinnum í þessum hóp.

Esb sinnar í sjálfstæðisflokknum (8% að mig minnir) kusu samt tæplega sjálfstæðisflokkinn til að tryggja áframhaldandi viðræðulimbói. Ef svo væri, þá væri eitthvað verulega athugavert við rökhugsun þessa fólks.

Ég get ekki kvartað yfir tröllauknum kosningasvikum VG á síðasta kjörtímabili vegna þess að ég kaus það ekki, en með réttu þá gerðu VG kjósendur það og sendu skýr skilaboð í síðustu kosningum.

Þegar Samfylkingarkirkjan kvartar yfir svikum sjálfstæðisflokksins, er ekki annað að ætla en að þetta fólk hljóti að hafa kosið þann flokk, er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2014 kl. 13:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er með ólíkindum hvað fólk getur stundum verið blint, því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2014 kl. 13:21

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var reyndar lika lögð fram þingsályktun 2010 um þjóðaratkvæði um áframhald viðræðna. Það folk sem lætur hæst nú um samskonar kosningu, hafnaði henni þá.

Raunar hefur verið reynt að koma þessu máli í úrskurð þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti i 15 skipti undanfarin ár.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2014 kl. 13:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt, án árangurs.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2014 kl. 13:50

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin, nú sem endranær. Það er augljóst að allt verður lagt í sölurnar, til að reyna að halda, þó ekki nema smá lífsanda í "Sambandsumsókninni".

Síðan, ef réttu aðilarnir eru við völd, og vísbendingar eru um að Íslendingar gætu í einhverju svartsýniskasti, sagt já við aðild, þá yrði "samningurinn" kláraður á met tíma. Ef fengist já, yrði "ekki þörf" fyrir frekari þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þetta er margreynd áætlun.

En það er þörf fyrir að endurkalla umsóknina, ekki hvað síst vegna þess að ef einhvern tíma verður farið af stað aftur, verður það að vera betur undirbúin og -byggð umsókn en nú er í gangi.

Aðild að "Sambandinu" verður að njóta meirihlutastuðnings á Alþingi og á meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórn í heild sinni verður að standa að baki hennar.

Að öðrum kosti er glórulaust að sækja um aðild.

G. Tómas Gunnarsson, 26.2.2014 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband