22.5.2006 | 01:25
Reiknimeistarar allra landa..... er þetta rétt??
Ég var að lesa fréttina um skoðanakönnun Gallup. Ekki líst mér alveg á niðurstöðuna, en það í sjálfu sér telst ekki til tíðinda.
En þegar ég fór að rýna í niðurstöðuna og ætlaði að sjá hvað munaði miklu á því að Sjálfstæðisflokkurinn næði 8. manninum, fékk ég niðurstöðu sem ég fæ ekki alveg til að ganga upp.
Ef rétt er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hlotið 43.4% í þessari könnun, þá hefur 8. maður hans 43.4%/8 eða 5.425% á bakvið sig. Hafi Samfylkingin hlotið 32.1% í könnuninni, hefur 6. maður hennar aðeins 32.1/6 = 5,35% á bak við sig. Vinstri grænir eru síðan jafnir 6. manni Samfylkingar með sinn 2. mann, 5.35%, ef þeir hafa hlotið 10.7% í könnuninni.
Nú geri ég ekki kröfu til þess að vera talinn sérfræðingur í kosningareglum, og úthlutunum borgarfulltrúa. Því getur það vel hugsast að ég hafi miskiliði þetta eitthvað.
Ég studdist við minni mitt, og þegar ég leitaði á vefnum fann ég þessar reglur.
Ef ég hef skilið þetta rétt, hefði ég haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 8 menn í þessarri könnun, Samfylking 5, Vinstri grænir og Frjálslyndir 1. mann hvor, Framsóknarflokkur úti. En það er ekki niðurstaðan sem Gallup og RUV koma fram með. 6. maður Samfylkingar og 2. maður VG kæmi svo næst, reyndar svo hnífjafnir að ef þetta væri niðurstaðan þyrfti að varpa hlutkesti þeirra á milli, í það minnsta ef ég hef skilið þetta rétt.
Ég er því að vona að einhver sem lesi þetta blog geti gefið mér einhverjar útskýringar á því hvernig þetta er reiknað út, með því að setja inn útskýringar hér í athugasemdir.
Hitt er svo annað mál, að það að vinna meirihluta með 43.4% atkvæða getur ekki talist sannfærandi, en ef 4 til ríflega 5 prósent falla dauð hjá hverju hinna 4. framboðanna gæti það gerst.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 7 menn í Reykjavík samkvæmt Gallup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
Athugasemdir
Miðað við þessar tölur eru þínir útreikningar réttir. En ég giska á að önnur niðurstaða fáist þegar reiknað er út frá hráum atkvæðafjölda fremur en prósentunámundun. Svo lítill munur er á 8. manni Sjálftæðismanna, 6. manni Samfylkingar og 2. manni Vinstri-grænna, að ekki þarf mikla námundunarskekkju til að breyta niðurstöðunni. Líklega er það ástæða þessa ósamræmis.
Baldur Kristinsson, 22.5.2006 kl. 10:52
Bestu þakkir fyrir svarið. Það er gott að heyra að ég hafi ekki misskilið þetta, eða í það minnsta að aðrir deili þessum misskilningi með mér.
Hitt þykir mér skrýtið að ekkert skuli vera minnst á þetta í fréttinni, það virkar ákaflega skringilega að setja þetta svona fram. Það hefði verið nær að útskýra þetta frekar, eða að birta hreinlega "atkvæðafjölda" í könnuninni.
En þessi framsetning, þar sem "útreikningurinn" gengur ekki upp, er skrýtin og veldur skrýtnum vangaveltum.
G. Tómas Gunnarsson, 22.5.2006 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.