20.5.2006 | 15:02
Smiður dauðans
Stundum verður maður hálf þegjandalegur við lestur greina eða frétta. Það gerðist einmitt núna í morgun þegar ég fór í gegnum netútgáfu Globe and Mail.
Þar er sagt frá aukabúgrein bresks bónda. Bóndi þessi selur dýrafóður, hey, korn, hunda og kattamat og svo smíðar hann gálga.
Ekki er það svo að hann komi þar sem aftaka á að fara fram og slái upp gálga á markaðstorginu, svona rétt eins og gert var í gamla daga. Nei, hann smíðar nýtísku gálga, jafnvel "trailera" með 5 til 6 gálgum, svo hægt sé að ferðast með einföldum hætti á milli þorpa og "parkera" á góðum stöðum. Þetta hljómar eins og þetta sé svona svipað og sviðin sem oft eru notuð á útiskemmtunum á Íslandi.
"Græjurnar" eru smíðaðar með því markmiði að vera afkastaaukandi, viðhaldslitlar og að auðvelt sé að þrífa þær.
You can get a lot more efficiency if you put five or six units on a semi-trailer and drive it from town to town, and get rid of all the bad people in one go.
Og allt er þetta í nafni mannúðar: "
His business, he said, is essentially humanitarian in nature, since it makes execution quicker.
With the system that I'm manufacturing, it's a humane system of execution. If you outlaw this equipment, you're going back to the most barbaric kind of execution, like chucking people over a tree. With my equipment, it takes only 13 to 15 minutes to get rid of someone."
Viðskiptavinirnir eru aðallega ríki í Afríku, og kemur fram í greininni að Mugabe sé talinn viðskiptavinur og að "smiðurinn" þakki lága glæpatíðni í Lybiu að hluta til að minnsta kosti framleiðslu sinni.
Loks kemur fram að síðan "flett var ofan" af þessari framleiðslu sé í undirbúningi lög á evrópuþinginu sem banni sölu á aftökutækjum í Evrópusambandinu.
En greinina í heild má finna á vef Globe and Mail.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.