Byltingin byrjar heima fyrir

Þessi niðurstaða óformlegar könnunar á landsfundi Vinstri grænna þarf ekki að koma neinum á óvart.  Þó að fordæmingar á "einkabílismanum" séu hvergi háværari en í þeim flokki, þó er þeir sem sækja landsfund flokksins líklega eins og flestir aðrir Íslendingar.  Gjarna að flýta sér, þurfa að komast hratt og örugglega á milli staða og þeim verður líklega kalt og blotna jafn auðveldlega og aðrir Íslendingar.  Það er nefnilega ekkert sérlega auðvelt eða þægilegt að ferðast á hjóli íklæddur dragt eða jakkafötum, svo dæmi séu tekin, hvort sem verið er með bindi eður ei.

En vissuleg er blessaður strætisvagninn eftir.  En enginn af þíngfulltrúunum virðist hafa ferðast með þeim kosti heldur.

En það er auðvitað auðveldara að mæla fram "grænkuna" en lifa eftir henni.

Hvernig hljómar annars texti Spilverksins.... "Setjið nú upp húfurnar, því hún er farin út um þúfurnar. Græna........

En það er auðvitað affarasælast að byltingin byrji heima fyrir, en "einkabílisminn" er sterkur, svo sterkur að hann leggur Vinstri græn að velli sem aðra.

Er ekki bara að bíða eftir ályktun frá þinginu um nauðsyn þess að stórauka gatnaframkvæmdir til að greiða höfuðborgarbúum leið, eða skyldi ennþá verða lögð áhersla á hjólreiðastíga og almenningssamgöngur?

Ég bíð spenntur.


mbl.is Einn á hjóli hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta lýsir þeim best, þykjast vera grænir en þegar til kastana kemur haga þeir sér eins og hinir örgustu umhverfissóðar

haukur (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Morten Lange

Vonandi verður gert frétt um hvernig fólk ferðast   til fundar á flestum landsfundum  stjórnmálaflokka og stórra  samtaka hér eftir.  Því þetta skiptir okkur öll máli. Það væri nú frábært ef Sjálfstæðismenn til dæmis mundu skora betur en VG í þessum efnum. 

Reyndar þarf þá fréttaflutningur að vera nákvæmari en hér var raunin.  Mér skilst að  amk  25 manns hafa mætt öðruvísi en á einkabíl. ( Sem var samt allt of slakt )

Morten Lange, 25.2.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það væri vissulega allt í lagi að flytja sambærilegar fréttir frá samkomum annara flokka, en það er vissulega fréttnæmara þegar þessi niðurstaða kemur frá flokki sem hefur verið með stórar yfirlýsingar gegn "einkabílismanum".

G. Tómas Gunnarsson, 25.2.2007 kl. 16:06

4 identicon

Mér finnst bara mjög ánægjulegt að fólki sé bent á að það ætti að spara bílinn og nota hjólið ( eða eitthvað annað en bílinn ).  Gildir einu hvaða flokkur á í hlut.

Hinsvegar er augljóst að þú notar hjólið lítið. 

Þú segir: "Gjarna að flýta sér, þurfa að komast hratt og örugglega á milli staða og þeim verður líklega kalt og blotna jafn auðveldlega og aðrir Íslendingar.  Það er nefnilega ekkert sérlega auðvelt eða þægilegt að ferðast á hjóli íklæddur dragt eða jakkafötum, svo dæmi séu tekin, hvort sem verið er með bindi eður ei."

Einmitt þessi orð koma upp um þig.  ( Þó þú sért e.t.v. ekkert að leyna hinu lina eðli sem einkennir okkar íslenska samtíma. )  Mortein Lange sýndi nú einmitt fram á að það er hægt að komast hratt á milli staða á hjóli; þegar hann nýverið sigraði einkabíl á leiðinni á milli M.S. og H.Í..  Að auki er ekkert því til fyriristöðu að hjóla í dragt eða jakkafötum.  ( Með réttu brettunum er það líka hægt í blautu veðri. ) En þetta er gott dæmi um íslenskan heimóttarskap að það þurfi sérstakar græjur til að hjóla á milli húsa hér á Íslandi.  Það þykir ekkert tiltöku mál að hjóla í jakkafötum í öðrum löndum.  Og ef það rignir er hjólið bara tekið í lestina eða strætó. - En nýverið er allt svo erfitt.  Það er talað um "sköfudaga" þegar nútímamaðurinn neyðist til að brúka þartilgerða sköfu til að hreynsa bílrúður!  Það er talað um "kakóveður" af því þá er svo gott að sitja heima og horfa á veðrið út um glugga og hugsa um hve gott það er að hanga inni í stað þess að þurfa að vera úti og takast á við veðurhaminn.  KAKÓVEÐUR?!  Ég segi KAKÓFÓLK!  Ég kakófólk með KAKÓskoðanir.  ( Tek fram að ég tilheyri engum flokki. )

Arnþór L. Arnarson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 16:37

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef svo sem engar sérstakar áhyggjur af því hvort að ég teljist til "kakófólks" eður ei, eða hvort "kakófólk" er stór hópur á landsþingi Vinstri grænna.  En mín skoðun er vissulega sú, að þeir staðir sem ég hef átt lengsta vist á, Akureyri, Reykjavík og nú Toronto, séu ekki mjög vel fallnir til hjólreiða.  Það er þó alveg sjálfsagt að reyna að gera þeim sem kjósa þann kost eins auðvelt að fara um og kostur er. 

Ég hef þó alltaf verið þeirrar skoðunar að betra sé að miða við ástandið eins og það er, og það er staðreynd að lang stærstur hluti Íslendinga kýs bíl til að komast á milli staða. 

Það breytir engu um hvort að á ákveðnum tímum, á ákveðnum leiðum séu reiðhjól betri kostur hvað tíma varðar.  Það má þá líklega snúa því dæmi við og segja að það sýni einfaldlega hvað illa sé búið að þeim sem ferðast á bílum, að kostir þeirra einfaldlega njóti sín ekki.

Sömuleiðis var reynsla mín á meðan ég bjó í Reykjavík, að strætó var áætis kostur ef ég þurfti að ferðast stuttar vegalengdir, en um leið og lengra þurfti að fara, skipta um vagna og annað slíkt, var það óhagstæður kostur, sérstaklega um helgar.

Auðvitað má halda því fram að einfaldast og þægilegast væri að byggja risastór háhýsi, atvinnurekstur á neðri hæðum og hýbýli á þeim efri, enginn á Íslandi þyrfti að fara langar leiðir í vinnuna og allir gætu gengið eða notað hjól eða hreinlega lyftuna.

G. Tómas Gunnarsson, 25.2.2007 kl. 17:57

6 identicon

Já, það er svo sem líka alger óþarfi að vera með óþarfa áhyggjur af því hvort maður er kakómanneskja eða ekki.  Flest fólk velur alltaf þægilegu og auðveldu leiðina, frekar en hina réttu eða þá skynsamlegu.  Í stuttu máli þá er það mannlegt atferli ( að því er virðist ).

Ef skoðun þín er sú að þægilega og eða auðvelda leiðin sé alltaf sú rétta, þar sem hún er þægileg og eða auðveld, þá get ég auðvitað ekkert gert annað en að yppta öxlum og beina máli mínu eitthvað annað.  Hér er ég ekki að segja að rétta leiðin eða skynsamlegasta leiðin þurfi endilega að vera erfið eða leiðinleg.  Ég er aðeins að segja að það hlýtur að vera sameiginlegt markmið allra að finna skynsamlegustu lausnina, ( bestu ), réttustu ( þegar allt er vegið og metið af skynsemi ). 

Það þó að íslendingar kjósi nú að fara allra sinna ferða svo til engöngu á bifreiðum, þýðir það ekki að það sé bara í besta lagi, aðeins vegna þess að fólk hefur almennt valið þá leið.  -  Að auki þýðir það ekki að fólk muni ekki kjósa annan samgöngumáta ef hann væri boðinn, eða hann væri gerður þægilegri og auðveldari.

Það er staðreynd að bílaumferð hættir að virka ( vel ) ef hún fer yfir þau mörk sem skilgreinast af breidd vega, hlutfalli flatarmáls vega á móti heildarflatarmáli, og stærð farartækis. - Í stuttu máli þá stíflar bílaumferð sjálfa sig ef hún umferðin fer yfir þessi mörk, og í daglegu tali er slíkt nefnd "umferðarhnútur" eða "umferðaröngþveiti".  Þetta er mjög vel þekkt vandamál, og þetta vandamál er einmitt nú að nema land í Reykjavík.  Jafnt og þétt.  Þú ættir bara að kíkja Suður og kanna málið. 

Það er alveg ljóst að það er hægt að búa betur að hjólreiðum í Borginni, þar sem ástandið getur vart versnað mikið.  Með því að skipa fulltrúa hjólasamgangna og að leggja samgöngukerfi hjólreiðabrauta er nokkuð augljóst mál að mun fleiri munu nýtasér reiðhjólið til samgangna. - Það er enginn að halda því fram að Reykjavík verði Nýja Kaupmannahöfn hvað reiðhjólið varðar, en ég tel það ekki bjartsýni að áætla að reiðhjólið eigi að geta orðið u.þ.b. 10% af heildarumferð í Reykjavík.  - Það gerirst auðvitað ekki af sjálfu sér.  Og fyrsta skrefið felst e.t.v. einmitt í því að opna augu manna eins og þín fyrir því að reiðhjól eru fullkomlega raunhæfur kostur í samgöngum.  

Fyrsta skrefið til að opna augu manna eins og þín ( og nú læt ég eins og ég þekki þig  út og inn, sem ég geri auðvitað ekki ) er að fá þig til að stíga upp á reiðhjól.  Að hjóla með þér stuttan hring og sýna þér um hvað málið snýst.  Á meðan menn setjast ALLTAF og AÐEINS upp í bíl mun fólk seint átta sig á þeim möguleikum sem það er að fara á mis við.  

Ég gæti farið að telja upp heilsufarslegan ávinning hjólreða, fyrir þig persónulega, sem og lýðheilsulegan ávinning.  En einhvernvegin grunar mig að slíkt hjómi bara eins og hvert annað nöldur.  Nei, það er einfalt að segja bara; það er gaman að hjóla, og miklu meira sem þú færð út úr því en því að aka á milli staða.  Segjum að þú myndir ákveða að hjóla úr og í vinnu í 3 mánuði.  Ég ábyrgist að þú munnt finna svo mikinn mun á sjálfum þér að þú hreinlega getur ekki sannfært sjálfanþig né aðra um að hann sé ekki þess virði.  Jæja.  

Til að taka saman.  Málið snýst ekki um þægilegustu lausnina, heldur um skynsamlegustu lausnina.  Að auki, þó skynsamlegasta lausnin sé e.t.v. ekki þægilegasta lausnin, þá þýðir það alls ekki að hún sé ekki þægileg.  

Ég vona að þú hugleiðir málið. 

Arnþór L. Arnarson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 16:51

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það kann að koma þér á óvart Arnþór, en ég bjó mörg ár í Reykjavík án þess að eiga bíl, átti ekki einu sinni hjól.  Gat gengið í vinnuna á u.þ.b. 20 mínútum eða svo og gerði það alla daga, hvernig sem viðraði og hafði ekki meint af.  Einstaka sinnum nýtti ég mér strætisvagna og ef mikið lá við þá notaði ég leigubíla.  Þetta var afskaplega ljúf og þægileg tilvera og það sem meira er að við þetta sparaði mér stórfé, sem lagði grunninn að þeim sparnaði sem ég er að njóta ávaxtanna af enn þann dag í dag og mun gera um ókomna framtíð líklega (ef einhverjir misvitrir stjórnmálamenn fara ekki að hækka fjármagnstekjuskattinn upp úr öllu valdi).  Kostnaðurinn við það að eiga bíl er nefnileg óheyrilegur.

En það eru líklega flestir sem ekki geta gert þetta svona með góð móti.  Það þarf að koma börnum á dagheimili eða í skóla, oft er þörf á því að skjótast úr vinnunni, koma við í verslunum á leiðinni heim og svo framvegis, allt hlutir sem er hægt að gera á hjóli, en eru mun þægilegra aflausnar á bíl.

Þannig fór líka fyrir mér, þegar ég skipti um vinnu og þurfti að keyrar í annað sveitarfélag, fór ég nokkra fyrstu dagana í strætó, en síðan fór klukkutíminn sem það tók að komast heim á kvöldin að síga í og ég keypti mér bíl.  Það var einfaldlega að meta tímann á móti fjárútlátunum.

Auðvitað má segja að það hefði verið skynsamlegra að halda áfram að spara, en tíminn er líka dýrmætur.  Ef hægt er að eyða einum og hálfum tíma minna til að komast til og frá vinnu á hverjum degi, jafngildir það því sem næst heilum vinnudegi á viku. 

Lausnir í umferðarmálum verða að taka mið af raunveruleikanum. 

Eins og ég sagði áður er líklega skynsamlegasta lausnin að byggja nokkur risaháhýsi og allir búa þar.  En ég reikna ekki með að slíkar hugmyndir njóti mikil fylgis.

G. Tómas Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 03:40

8 identicon

Ég held að við séum nú bara sammála um flest. 

Ég vildi nú alveg sjá fleiri háhýsi í miðbænum, það viriðst raunar vera eina lógíska leiðin ef þú hugsar í 50 ára einingum.  

Það er enginn ( sem ég þekki ) að ætlast til einhverra ofurmannlegra átaka.  Markmiðið er ekki að banna bíla ( má reyndar alveg banna jeppa ;) nema í undantekningar tilvikum ... ég sæi íþm ekkert eftir þeim ).  

Raunveruleikinn, þar sem hann kom nú til tals, er sá að flestar ferðir sem farnar eru á bílum eru innan við 3-5 km ef ég man rétt.  Og það er nú varla mikið afrek fyrir venjulegt fólk að hjóla, ef það er ekki fatlað eða á grafarbakkanum.  Það er þarna sem við þurfum að horfa á raunveruleikann og taka mið af skynseminni. Það er allt og sumt.

Ég er hjartanlega sammála í skattamálum, og þessa skatta á að lækka alveg í drep.  Eða svo lengi sem við getum rekið velferðarkerfið.  Við meigum alls ekki tapa velferðarkerfinu, því ef við gerum það erum við bara orðin apar í dýragarði.  Og það er ekkert stuð.

Arnþór L. Arnarson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband