Endurtekið efni?

Að ýmsu leyti minnir þetta á það ástand á fyrri tíma.  Þegar ég var að byrja að hafa áhuga á tölvumálum var Apple að mörgu leyti með yfirburðavöru á markaðnum.

En Applevörur voru eingöngu framleiddar af Apple.  Svo kallaðar PC tölvur og vörur tengdar þeim voru hins vegar framleiddar af tugum aðila og seinna hundruðum.

Samkeppnin var því harðari og árangursríkari á PC markaðnum.  Forritunarfyrirtæki sáu líka fljótlega stærri markað þar.  

Apple átti því langt skeið þar sem það átti erfitt uppdráttar.

Að einhverju marki er eins og sagan sé að endurtaka sig.  Fjöldinn sigrar gæðin, eða á Apple einhveja ása upp í erminni?

P.S.  Það sama má að miklu leyti segja um sigur VHS kerfisins á Beta á myndbandamarkaðnum.

 

 


mbl.is Android komið í 80% markaðshlutdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband