Besti flokkurinn stendur keikur, en er eiginlega alveg hættur að vera fyndinn

Þessi skoðanakönnun er um margt merkileg. Ég hugsa að það hafi ekki margir reiknað með að Besti flokkurinn stæði þetta vel, eftir u.þ.b. 3ja ára stjórn Reykjavíkurborgar.

En ég held að býsna margir hafi vanist Besta flokknum.  Hugsunin að hann sé við völd og Jón Gnarr sé borgarstjóri sem líklega var flestum fjarlæg, hefur vaxið og vanist með tímanum.

Nú ætla ég ekki að dæma um hvernig Reykvíkingar upplifa stjórnartíð Besta flokksins.  Það fer best á því að Reiykvíkingar geri það sjálfir.  Ég heyri ekki margar kvartanir, en þær hafa þó helst komið í kringum skólamálin.

En stærsta málið held ég, er að þó að Jón klæði sig upp sem Jeda, í drag, eða stökkvi alklæddur út í sundlaugar, þá hefur að mestu leyti ríkt friður í borgarstjórn.  Og enn mikilvægara, það hefur ríkt friður í Besta flokknum og í samstarfi hans við Samfylkinguna.

Efþað var eitthvað eitt sem skóp sigur Besta flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, var það einmitt ástandið í Borgarstjórn kjórtímabilið á undan.

Kjósendur voru yfir sig þreyttir á eilífum "bombum", rifrildum, meirihlutaskiptum og undirferlum.  Því var stór hluti kjósenda reiðubúinn til að gefa Besta flokknum atkvæði sitt og hinum "hefðbundnu stjórnmálamönnum" frí.

Það var vissulega hætta á því að verið væri að skipta "trúðum" út fyrir "trúða", en "trúðarnir" í Besta flokknum voru þó í það minnsta kosti fyndnir, en ekki grátbroslegir.

En síðan breyttist Besti flokkurinn að mestu leyti í hefðbundinn stjórnmálaflokk.  Gekk til verka og hætti eiginlega að mestu eða öllu leyti að vera fyndinn.

En enn er ár til kosninga og þessi könnun sínir að Besti flokkurinn er sá sem setur viðmiðið og er stærsti flokkurinn í Borgarstjórn.

Hinir hefðbundnu stjórnálaflokkar verða að spýta í lófana, ef þeir ætla sér að verða "betri" en hann.

P.S.  Svo dúkkar upp Framsóknarborgarfulltrúi í könnuninni.  Menn hafa farið flatt á því að vanmeta Framsóknarflokkin einu ári fyrir kosningar.  Lítið bara á Alþingiskosningarnar.

 

 

 


mbl.is Besti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórn Besta og Samfylkingar á borginni hefur tekist með ágætum. Ekki hvað síst eru borgarbörn sátt við þá viðleitni meirihlutans, að snúa smám saman við útþensluþróun byggðarinnar og gera alvöru plön um að þétta byggðina og gera borgina byggðarvæna. Þéttri byggð fylgir meira skjól og minni kostnaður við samgöngur og afleiðingin mun minni mengun. Byggðarlög eins og Grafarvogurinn eru minnismerki um skipulagsmistök ákveðins borgarstjóra, sem við skulum ekki nafngreina og einræðisstjórn hans.

E (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 13:19

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég ætla ekki að fullyrða um að stjórn Besta og Samfylkingar hafi tekist illa.  Til þess hef ég ekki nógar staðreyndir, eða næga eigin reynslu.

En að fullyrða að miðborgin og Grafarvogurinn sé eitthvað sem ekki ætti að fara samna er að mínu mati alger vitleysa.

Það er einmitt málið.  Reykjavíkurborg þarfnast hvoru tveggja.

Ég hef búið í milljónaborgum sem hreinlega myndu falla í grát, yfir vonum um að hafa hverfi eins og Grafarvoginn í næsta nágrenni.

En ef Reykvíkingar ætla að virkilega þétta byggðina, verður að velja eitthvað af þeim hverfum, sem þykja "svo kjút" og rífa nður og byggja upp stærri og þéttari byggð.

Eins og ég hef stundum sagt, hugsar einvher um þau "óbætanlegu menningarverðmæti" sem barón Haussmann lét rífa til þess að "skapa" Pariís?

En auðvitað er sjaldan samkomulag um slíkt.

En "suburbia" mun altaf eiga sinn sess..    það er engin leið að líta fram hjá því.

Pólítíkusar, geta þegar þeir eru "bestir", sameinað það sem er best fyrir borgirnar, og það sem samræmist veruleika þeirra sem lifa í þeim.

Það gerist þó, því miður alltof sjaldan.

G. Tómas Gunnarsson, 7.5.2013 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband