Vöfflur á "krónustjórninni"?

Ég ætla að vona að það verði engar "vöfflur" formönnum Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks og þeir nái að mynda ríkisstjórn á næstu dögum.

Það er rökrétt niðurstaða úr nýafstöðnum kosningum.

Það er einfaldlega hálf grátbroslegt að hlusta á forsvarsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna tala eins og það liggi beinast við, að þeirra flokkar haldi áfram í ríkisstjórn.

Svona rétt eins og ríkisstjórn þeirra hafi ekki sett Evrópumet í fylgistapi.  Rétt eins og Samfylkingin hafi ekki sett Íslandsmet í fylgistapi í nýafstöðnum kosningum.

En það þýðir ekki að þeir hafi verið dæmdir úr leik.

Þeir getur ennþá gerst að þeir verði kallaðir til.

En það blasir við að stjórnarandstaðan fékk meirihluta atkvæða.

Það er rökrétti fyrsti valkosturinn.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru sterkustu skilaboðin sem komu út úr kosningunum.

P.S.  Það kann að vera táknrænt að formennirnir komu við í Krónunni á leið sínni út úr bænum. Hverjir sem verða í næstu stjórn, er ljóst að krónan verður gjaldmiðill Íslendinga á næstu árum.

Hin "skuldugu heimili", hefðu þó líklega frekar viljað sjá þá stoppa í Bónus.

En ég vona að þeir hafi valið góðan Kost. 

 


mbl.is Sitja á fundi og borða vöfflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru ekki yfirleitt bakaðar vöfflur þegar samningar hafa náðst?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.5.2013 kl. 23:57

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Ég vona að þeir fái sér í svangin svo þeir hafi kraft til að miðla góðum málum sem rætt er umm því ekki gerði vg og sf það því sveingd þeirra var að níða Íslenska þjóð niður í svaðið,Menn verða að hugsa skírt og það gera þeir ekki þegar menn eru svangir en sveingd þeirra er að koma þjóðfélaginu á rétta braut áfram Bjarni og Sigmundur...

Jón Sveinsson, 5.5.2013 kl. 23:58

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vöfflur með rjóma, eða ís....  Það er klassafæði, þó að pönnukökur séu "Íslenskari".  En það er er "köntrístæll" á því að fá sér vöfflur.

En það segir hins vegar ýmislegt að þegar mataræðið er farið að taka þetta mikið pláss í fréttum, að þá hefur blaðamönnum, ekki verið "gefið mikið".

Sem er auðvitað rökrétt á þessum punkti.

En vonandi gengur þetta vel, þetta er að mínu mati besti kosturinn í stöðunni.

G. Tómas Gunnarsson, 6.5.2013 kl. 06:35

4 identicon

Ef Bjarni klúðrar inneignum bankakerfisins niðrum sig, og kemur þar með í veg fyrir allar fjaŕfestingar í íslenskum fyrirtækjum næta áratuginn, þá sé ég ekki að hann fái mörg atkvæði í næstu stjórn.

Ég sé ekki annað en að Sigmundur hafi hann í vasanum.  Þessi maður er búinn að vera mjúkur allt seinna kjörtímabilið.  Grautfúll yfir mjúkum örðum frá leiðtoga Sjálfstæðisflokksins.

Jonsi (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband