Rökrétt skref

Það er merkilegt að eftir alla yfirleguna fer ferlið í þann farveg sem við flestum blasti frá upphafi.  Úrslit kosninganna bentu á að samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks væri eðlilegast útkoman.

Ríkisstjórnarflokkunum var hafnað.  Stjórnarandstöðuflokkarnir hlutu samanlagt meirihluta á þingi.

Hvort að það dugi til þess að mynda ríkisstjórn er svo allt annað mál.  En það blasti við að það væri eðlilegasti fyrsti kostur.

Ef mynduð verður ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, má svo telja líklegt að fljótlega hefjist sameiningarviðræður í "villta vinstrinu".

Það verður ekki síður fróðlegt að fylgjast með þeim, ef af verður.

 

 


mbl.is Byggja viðræður á stefnu Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður getur allavega hætt að lesa Fréttablaðið/Vísi og DV. Gremjan og ógeðið þar mun ekki minnka.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2013 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband